Óvissustigi hefur verið aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum. Veður hefur batnað til muna og aðstæður sömuleiðis.
Ekki er lengur talin hætta á krapaflóði úr Stakkagili, að segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum á Facebook.
Sjö hús voru rýmd á Patreksfirði í gærkvöldi. Um var að ræða sex heimili og húsnæði bæjarskrifstofanna, en íbúar fengu að snúa aftur til síns heima um hádegi í dag.