Ráðherra ekki upplýstur

Hanna Katrín Friðriksson, nýr atvinnuvegaráðherra, var ekki upplýst um að Sigurjón Þórðarson, verðandi formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefði hagsmuna að gæta þegar kom að þeirri ákvörðun að boða stóreflingu strandveiða á komandi sumri.

Sleppa ehf.

Hanna Katrín var upplýst um þetta í þættinum Spursmálum á mbl.is en Sigurjón á fyrirtækið Sleppa ehf. í jafnri eign á móti konu sinni en þingmaðurinn nýkjörni hefur gert út bát á strandveiðum undir merkjum fyrirtækisins síðustu ár. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar miðar að því að stórauka strandveiðar en þær breytingar gætu orðið til þess að tvöfalda tekjur fyrirtækis Sigurjóns.

Hanna Katrín segir að þetta kunni að hafa áhrif á störf Sigurjóns á vettvangi þingsins.

Sigurlaug SK 138 er smíðuð árið 1988 og er skráð …
Sigurlaug SK 138 er smíðuð árið 1988 og er skráð lengd bátsins 6,8 metrar. Brúttótonnin eru 5,88.

Persónulegir hagsmunir

„Komi það í ljós að hann hafi slíkra persónulegra hagsmuna að gæta þá mun hann ekki sjá um að vinna þetta mál í þinginu, hann verður ekki framsögumaður. Þannig erum við með lög, starfsreglur þingsins, það hefur reyndar verið brotið.“

Mun hann koma að atvinnuveganefndinni þegar kemur að málefnum sem varða strandveiðar?

„Þetta verð ég bara, þetta eru bara málefni þingsins, þetta verð ég bara að fá að skoða. Ég þekki þetta ekki, þú ert að bera hérna á borð fyrir mig einhverjar upplýsingar sem ég hef ekki haft tök á að skoða.“

Hanna Katrín mætti í Spursmál.
Hanna Katrín mætti í Spursmál. mbl.is/María

Að sjá þetta í fyrsta sinn

En þetta eru bara gögn frá ríkisskattstjóra.

„Nei, ég átta mig á því. Það breytir því ekki að ég er að sjá þetta í fyrsta skipti. Ég er ekki að rengja gögnin. Viðbrögð mín eru að fá að bíða. Bændur eru á þingi.“

Viðtalið við Hönnu Katrínu Friðriksson má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert