Útgerðarstarf Sigurjóns ekki í hagsmunaskrá

Sigurjón Þórðarson er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Hann hefur …
Sigurjón Þórðarson er oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Hann hefur gert Sigurlaugu SK 138 út frá heimabæ sínum, Sauðárkróki. Ljósmynd/aðsend

Sig­ur­jón Þórðar­son, alþing­ismaður og odd­viti Flokks Fólks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi hef­ur ekki sinnt upp­lýs­inga­skyldu sem á hon­um hvíl­ir þegar kem­ur að svo­kallaðri hags­muna­skrán­ingu Alþing­is.

Þannig má sjá að í þriðju grein skrán­ing­ar­inn­ar seg­ist hann eng­in tengsl hafa við starf­semi sem „rek­in er sam­hliða starfi alþing­is­manns og er tekju­mynd­andi fyr­ir hann eða fé­lag sem hann á sjálf­ur eða er meðeig­andi í.“

Í þeirri skrán­ingu er einnig til­greint að sé um slík tengsl að ræða þá beri að upp­lýsa hverr­ar teg­und­ar starf­sem­in er.

Á vef Alþingis má glögglega sjá að hvergi er þess …
Á vef Alþing­is má glögg­lega sjá að hvergi er þess getið að Sig­ur­jón eigi hlut í fyr­ir­tæki sem afli tekna, fyr­ir hann eða sig sjálft. Þá er held­ur ekki upp­lýst á nein­um stað að Sleppa ehf. standi í út­gerðar­starf­semi.

Var ekki upp­lýst um eign­ar­hlut­inn

Líkt og fram kom í þætt­in­um Spurs­mál á mbl.is í gær þar sem Hanna Katrín Friðriks­son, nýr at­vinnu­vegaráðherra var til svars, á Sig­ur­jón ásamt eig­in­konu sinni fyr­ir­tækið Sleppa ehf. sem gert hef­ur út bát­inn Sig­ur­laugu SK 138 til strand­veiða hin síðustu ár og hafa tekj­ur af út­gerðinni numið tug­um millj­óna króna. Ráðherra hafði ekki vitn­eskju um þetta þegar hún var innt eft­ir því.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is hef­ur Sig­ur­jón sjálf­ur róið bátn­um til veiða. Op­in­ber gögn frá Fiski­stofu staðfesta að veiðar voru þó nokkr­ar á síðasta fisk­veiðiári. Síðast landaði Sig­ur­laug 716 kg af óslægðum afla þann 16. júní 2024. Þar af voru 693 kg. af þorski, 21 kg. af ýsu og 2 kg. af ufsa.

Sigurlaug SK 138 er smíðuð árið 1988 og er skráð …
Sig­ur­laug SK 138 er smíðuð árið 1988 og er skráð lengd báts­ins 6,8 metr­ar. Brútt­ót­onn­in eru 5,88. Ljós­mynd/Þ​orgrím­ur Ómar Tav­sen

Sleppa ehf. og bréf í Icelanda­ir

Það er aðeins síðar í hags­muna­skránni sem fram kem­ur að hann eigi 50% hlut í fyr­ir­tæk­inu Sleppa ehf. en þar er hvorki til­greint hverr­ar teg­und­ar starf­semi fé­lags­ins er, né held­ur hvort tekj­ur hljót­ist af starf­sem­inni. Í sömu skrá er til­greint um eign­ar­hlut þing­manns­ins í flug­fé­lag­inu Icelanda­ir og er eign­in þar sögð „um 1900 þús.“ en ekki til­greint hversu mörg­um hlut­um í fé­lag­inu hann haldi á. Verðmæti hlut­ar­ins sveifl­ast hins veg­ar eft­ir gengi flug­fé­lags­ins í Kaup­höll Íslands á hverj­um tíma.

At­hygli vek­ur að hags­muna­skrán­ing Sig­ur­jóns hef­ur sam­kvæmt vef Alþing­is ekki verið upp­færð síðan 5. júní 2023.

Enn að gera bát­inn út

Sig­ur­jón brást við um­fjöll­un Spurs­mála um eign­ar­hald hans á Sleppa ehf. Gerði hann það í face­book-færslu sem birt var áður en þátt­ur­inn fór í loftið.

Þar til­grein­ir Sig­ur­jón að bát­ur­inn Sig­ur­laug SK 138 sé í sölu­ferli. Hins veg­ar upp­lýs­ir hann sömu­leiðis að fyrr í þess­ari viku hafi bát­ur­inn síðast verið gerður út og þá vegna sýna­töku fyr­ir Nátt­úru­stofu Norður­lands vestra.

Mbl.is hef­ur kallað eft­ir upp­lýs­ing­um frá Sig­ur­jóni um þau um­svif. Á grund­velli hvaða sam­starfs eða samn­ings sýna­tak­an á sér stað og hverj­ar tekj­ur Sleppa ehf. af þeim eru. Svara er beðið við þeirri fyr­ir­spurn.

Verðandi formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar þings­ins

Upp­lýst hef­ur verið að Sig­ur­jón sé næsti formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar þings­ins. Ljóst er að for­gangs­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar, um stór­efl­ingu strand­veiða, mun koma til kasta nefnd­ar­inn­ar á kom­andi þingi.

Í fyrr­nefndu viðtali við Hönnu Katrínu Friðriks­son full­yrti hún að Sig­ur­jón myndi ekki koma að af­greiðslu máls­ins vegna þeirra hags­muna sem hér hafa verið til­greind­ir, en ekki sér stað í hags­muna­skrán­ingu þings­ins.

Veru­leg­ir hags­mun­ir

Flokk­ur fólks­ins hef­ur verið í far­ar­broddi þeirra sem stór­efla vilja strand­veiðar hring­inn í kring­um Ísland og hef­ur Sig­ur­jón Þórðar­son skipað sér í fram­varðasveit þeirr­ar umræðu.

Flest bend­ir til þess að fyr­ir­ætlan­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem nú sit­ur muni leiða til þess að strand­veiðisjó­menn geti allt að tvö­faldað tekj­ur sín­ar af strand­veiðum á kom­andi sumri miðað við það sem var á liðnu ári. Enn á þó eft­ir að kynna ná­kvæm­ar út­færsl­ur í þeim efn­um.

Útgerðin Sleppa ehf. gæti því notið veru­lega góðs af þess­um breyt­ing­um. Eins má gera ráð fyr­ir því að verðlagn­ing á bát­um sem gerðir eru út í þessu skyni kunni að taka breyt­ing­um í ljósi þess að tekju­öfl­un­ar­mögu­leik­ar strand­veiðisjó­manna munu vænkast til muna, gangi fyr­ir­ætlan­ir þing­meiri­hlut­ans eft­ir.

Viðtalið við Hönnu Katrínu Friðriks­son, þar sem mál­efni Sig­ur­jóns eru meðal ann­ars til um­fjöll­un­ar má sjá og heyra í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert