Sindri og Ísidór mættir í Landsrétt

Sindri Snær Birgisson áður en aðalmeðferðin hófst í Landsrétti.
Sindri Snær Birgisson áður en aðalmeðferðin hófst í Landsrétti. mbl.is/Karítas

Sindri Snær Birg­is­son og Ísi­dór Nathans­son eru nú stadd­ir í Lands­rétti þar sem aðalmeðferð í hryðju­verka­mál­inu svo­kallaða stend­ur yfir.

Tæp­lega eitt ár er síðan tví­menn­ing­arn­ir voru sýknaðir af ákæru í Héraðsdómi Reykja­vík­ur sem sneri að til­raun til hryðju­verka.

Dóm­ur héraðsdóms taldi það hafa verið rétta ákvörðun að hand­taka menn­ina, en að ákæru­vald­inu hafi ekki tek­ist að sanna „ótví­rætt“ að þeir hefðu verið að und­ir­búa hryðju­verk.

Menn­irn­ir voru hins veg­ar dæmd­ir fyr­ir vopna­laga­brot. Sindri var dæmd­ur í tveggja ára fang­elsi og Ísi­dór hlaut átján mánaða dóm.

Ísidór Nathansson í Landsrétti í morgun.
Ísi­dór Nathans­son í Lands­rétti í morg­un. mbl.is/​Karítas

Skýrslu­tök­ur í dag og á morg­un

Rík­is­sak­sókn­ari áfrýjaði mál­inu síðasta vor. Kraf­ist er sak­fell­ing­ar fyr­ir hryðju­verka­hluta þess og sak­fell­ing­ar í þeim hluta máls­ins sem snýr að vopna­laga­broti, auk þess er farið fram á refsiþyng­ingu.

Aðalmeðferð máls­ins stend­ur fram á fimmtu­dag. Skýrslu­taka yfir Sindra fer fram í dag og á morg­un verður tek­in skýrsla af Ísi­dóri.

Greint verður frá aðalmeðferð hryðju­verka­máls­ins í Lands­rétti á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert