„Skammast mín alveg verulega“

Sindri Snær Birgisson í Landsrétti í morgun.
Sindri Snær Birgisson í Landsrétti í morgun. mbl.is/Karítas

„Ég skamm­ast mín al­veg veru­lega, vil að það komi fram, ann­ars þakka ég fyr­ir mig,“ sagði Sindri Snær Birg­is­son í lok skýrslu­töku sinn­ar í aðalmeðferð Lands­rétt­ar í hryðju­verka­mál­inu í dag.

Tæp­lega ár er frá því að Sindri og Ísi­dór Nathans­son voru sýknaðir af ákæru sem sneri að til­raun til hryðju­verka í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Sindri er nú 28 ára gam­all nemi í raf­virkj­un og tveggja barna faðir.

Eft­ir að dóm­ari þakkaði hon­um fyr­ir skýrslu­tök­una bað Sindri um að fá að bæta einu við sem varðaði dóm héraðsdóms.

Í dóm­in­um seg­ir varðandi vopna­laga­brot tví­menn­ing­anna að Sindri og Ísi­dór hefðu „ekki sýnt neina iðrun“.

Sindri sagði fyr­ir Lands­rétti um málið í heild að um væri að ræða mestu mis­tök sem hann hefði gert og að hann væri full­ur eft­ir­sjá.

Svaraði eins vel og hann gat

Aðalmeðferðin hófst á því að tæp­lega sex klukku­stunda upp­taka af skýrslu­töku Sindra í héraðsdómi frá 8. fe­brú­ar í fyrra var spiluð. Nán­ar er hægt að lesa um hana hér að neðan.

Skýrslu­tak­an í Lands­rétti tók ein­ung­is rúm­an hálf­tíma. Spurður hvort hann vildi breyta eða bæta ein­hverju við fyrri framb­urð sagðist Sindri hafa svarað eins vel og hann gat á sín­um tíma.

Báðir með aðgang að Tel­egram

Sak­sókn­ari spurði Sindra hvort hann hefði not­ast við for­ritið Tel­egram, en hann sagðist í héraði ekki hafa notað það for­rit.

Sindri sagðist hafa verið með for­ritið í sím­an­um sín­um en ekki notað það að staðaldri né verið í sam­skipt­um við Ísi­dór þar. Hann játaði þó að þeir ættu báðir aðgang að Tel­egram.

Skýrslutaka yfir Ísidór Nathanssyni fer fram á morgun.
Skýrslu­taka yfir Ísi­dór Nathans­syni fer fram á morg­un. mbl.is/​Karítas

Spurður hvort hann hefði verið gjarn á að eyða sam­skipt­um sín­um svaraði Sindri að hann hefði stund­um eytt göml­um sam­skipt­um á sam­skipta­for­rit­um sem hann notaði.

Sak­sókn­ari spurði þá hvort hann hefði eytt sam­skipt­um sín­um við Ísi­dór og svaraði Sindri neit­andi. Hann sagðist halda að þau væru öll í máls­gögn­um.

Spurður hvort hann hefði verið bannaður af ein­hverju sam­skipta­for­riti svaraði Sindri einnig neit­andi. Hann sagði að það gæti verið að Ísi­dór hafi verið bannaður af Discord vegna blóts­yrða sem al­grímið greindi.

„Í léttu geðrofi“ með „AR“ í Hafnar­f­irði

Sak­sókn­ari bar und­ir Sindra skila­boð sem hann sendi á Ísi­dór þar sem hann sagðist hafa verið „í léttu geðrofi“, hefði verið kom­inn í Hafn­ar­fjörð með „AR“ og var að spá í að biðja Ísi­dór um að koma með „FGC“.

AR-15, AK-47 og CSZ-557 riffl­ar fund­ust heima hjá Sindra. Þá þrívídda­prentuðu þeir FGC-skot­vopn.

Sindri sagðist ekki muna eft­ir þess­um sam­skipt­um, enda væru þrjú ár síðan þau áttu sér stað. Þá sagðist hann ekki hafa farið vopnaður í Hafn­ar­fjörð.

„Þetta spjall er út úr kort­inu,“ sagði Sindri í dómsal og sagðist skamm­ast sín fyr­ir mikið af sam­skipt­un­um.

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi Sindra, spurði hvort að Sindri hefði haft aðgang að skot­vopn­un­um, sem voru skráð á föður hans, þannig að hann gæti keyrt með þau. Sindri svaraði neit­andi.

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra.
Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi Sindra. mbl.is/​Karítas

Íhugaði að flytja er­lend­is

Að lok­um rakti Sindri per­sónu­lega hagi sína eft­ir að hann var hand­tek­inn í sept­em­ber 2022, þá 25 ára gam­all.

Stuttu eft­ir að hon­um var sleppt sótti hann um starf­send­ur­hæf­ingu, sem hann síðan sótti hjá Virk ásamt sál­fræðimeðferð.

Sindri fór í raf­virkj­a­nám og von­ast til þess að klára það nám í sum­ar. Hann áætl­ar síðan að taka há­skóla­grunn til þess að geta lært raf­magns­verk­fræði.

Fyr­ir tæpu ári síðan lýsti Sindri tím­an­um frá hand­töku sem öm­ur­leg­um. Hann hefði glímt við þung­lyndi en fyr­ir dómi í dag sagði hann að sér líði aðeins bet­ur.

Sindri sagði að um tíma hefði hann hug­leitt að flytja til út­landa en að sú afstaða væri nú breytt. Hann er í sam­búð og á tvö börn.

Á morg­un verður tek­in skýrsla af Ísi­dór og lýk­ur aðalmeðferð máls­ins síðan á fimmtu­dag.

Sindri sagði fyrir Landsrétti að hann væri fullur eftirsjár.
Sindri sagði fyr­ir Lands­rétti að hann væri full­ur eft­ir­sjár. mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert