Enginn slasaðist eftir að rúta hafnaði utan vegar

Fyrirtækið er með töluverðar ráðstafanir vegna veðursins sem gengur nú …
Fyrirtækið er með töluverðar ráðstafanir vegna veðursins sem gengur nú yfir landið. mbl.is/Óttar Geirsson

Enginn slasaðist þegar rúta hafnaði utan vegar vegna vindhviðu á Hellisheiðinni síðdegis í dag. Rútan var á leiðinni frá Austurlandi og til Reykjavíkur. 

Þetta segir Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins Teitur Jónasson ehf., en rútan var á vegum fyrirtækisins.

Hann segir að vindhviður hafi verið um 22 m/s þegar rútan fór yfir heiðina sem er undir mörkum fyrirtækisins. Önnur rúta á vegum þess var fengin til að sækja farþegana um borð og ferja þá áfram í bæinn. 

Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri Teits Jónassonar ehf.
Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri Teits Jónassonar ehf. Ljósmynd/Aðsend

Töluverðar ráðstafanir vegna veðursins

Rútan sem hafnaði utan vegar var dregin inn á veg og komið niður af heiðinni. Engar skemmdir urðu á rútunni. 

Haraldur segir að miklar ráðstafanir hafi verið gerðar hjá fyrirtækinu vegna veðursins sem gengur nú yfir landið.

Fylgst sé vel með öllum rútuferðum og að engar rútur séu keyrðar ef vindhviður fara yfir 28 m/s. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert