Nánast allir vinirnir snúið við honum baki

Ísidór Nathansson í Landsrétti í gærmorgun.
Ísidór Nathansson í Landsrétti í gærmorgun. mbl.is/Karítas

„Ég get ekki lýst því hversu mikið ég sé eft­ir þessu öllu sam­an,“ sagði Ísi­dór Nathans­son til­finn­ingaþrung­inni röddu fyr­ir Lands­rétti í morg­un. Í skýrslu­töku sinni lýsti hann því hversu erfitt hryðju­verka­málið svo­kallaða hefði reynst hon­um.

Tæpt ár er liðið frá því að Ísi­dór og Sindri Snær Birg­is­son voru sýknaðir af ákæru sem sneri að til­raun til hryðju­verka í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Menn­irn­ir voru hins veg­ar dæmd­ir fyr­ir vopna­laga­brot.

Sindri var dæmd­ur í tveggja ára fang­elsi og Ísi­dór hlaut átján mánaða dóm.

Skýrslu­taka Ísi­dórs rímaði við skýrslu­töku Sindra sem fór fram í gær þar sem hann lýsti mik­illi eft­ir­sjá.

Norður­vígi haft sam­band

Í upp­hafi dags var spiluð tæp­lega tveggja klukku­stunda upp­taka af skýrslu­töku Ísi­dórs í héraði.

Nán­ar má lesa um hana hér að neðan.

Skýrslu­tak­an yfir Ísi­dóri í Lands­rétti tók ein­ung­is um tíu mín­út­ur.

Sak­sókn­ari spurði hann út í öfga­sam­tök. Ísi­dór sagðist ekki taka þátt í nein­um slík­um fé­laga­sam­tök­um.

Meðal ann­ars var hann spurður út í beiðni sem hon­um barst um að leiða ís­lenska deild Nor­rænu mót­stöðuhreyf­ing­ar­inn­ar (NRM), eða nýnas­ista­sam­tök­in Norður­vígi. Í júní skil­greindu banda­rísk stjórn­völd sam­tök­in sem hryðju­verka­sam­tök.

NRM eru stærstu nýnas­ista­sam­tök­in í Svíþjóð, Nor­egi, Dan­mörku og Íslandi en einnig í Finn­landi, þar sem sam­tök­in hafa verið bönnuð frá ár­inu 2020.

Ísi­dór sagði að fjöl­mörg sam­tök hefðu haft sam­band við hann en hann hefði ekki tekið þátt í neinu slíku.

Sak­sókn­ari benti þá á að hann hefði svarað skila­boðum NRM ári eft­ir að þau bár­ust. Sagðist Ísi­dór ein­ung­is hafa verið að for­vitn­ast hvort eitt­hvað væri í gangi hér­lend­is hjá NRM. Að hans vit­und hef­ur starf­sem­in verið lít­il og eng­inn leiðtogi hér­lend­is.

„Ég er ekki part­ur af neinu svona,“ sagði Ísi­dór á ein­um tíma­punkti.

Vissi hvernig skila­boðin litu út

Þá var hann spurður hvort hann hefði ein­hvern tím­ann verið bannaður á ein­hverj­um miðli.

Ísi­dór sagðist hafa verið bannaður á Discord en ekki vegna neins sem hann gerði held­ur út­skýrði hann árás­ir sem hóp­ar gera á hvern ann­an á miðlin­um. Hann hafi verið í hópi sem hafi verið bannaður vegna árás­ar ann­ars hóps.

Ísi­dór var spurður af hverju hann eyddi mikið af gögn­um 20. sept­em­ber 2022, dag­inn áður en hann var hand­tek­inn.

Hann sagðist hafa fengið sím­tal frá Sindra eft­ir að hann hefði setið í gæslu­v­arðhaldi í viku vegna vopna­laga­brota. Ísi­dór hafði þá ótt­ast að sama gerðist fyr­ir hann og því eytt ýmsu af því hann vissi „hvernig þetta liti út“.

Ísidór er ákærður fyrir hlutdeild í broti Sindra Snæs Birgissonar.
Ísi­dór er ákærður fyr­ir hlut­deild í broti Sindra Snæs Birg­is­son­ar. mbl.is/​Karítas

Á ein­um tíma­punkti spurði Ísi­dór sak­sókn­ara spurn­ing­ar og benti dóm­ari þá á að það væri sak­sókn­ari sem spyrði spurn­inga, ekki ákærði. Sama gerðist í héraðsdómi fyr­ir rúmu ári síðan.

Ísi­dór baðst af­sök­un­ar í Lands­rétti og kvaðst vera kvíðinn.

Erfitt að fá vinnu

Ísi­dór var spurður af Ein­ari Oddi Sig­urðssyni, verj­anda sín­um, hvort hann vildi breyta ein­hverju varðandi fyrri framb­urð sinn og sagðist hann ekki vita hvað hann ætti að segja.

Ein­ar Odd­ur spurði hann þá um per­sónu­lega hagi hans í kjöl­far máls­ins.

Ísi­dór sagðist hafa sótt end­ur­hæf­ingu og sál­fræðimeðferð.

Erfitt hefði verið fyr­ir hann að fá vinnu og hon­um meðal ann­ars verið bolað út úr starfi á ein­um vinnustað. Þar á eft­ir hafi hann þurft að fá marg­föld meðmæli frá fólki til þess að fá vinnu.

Í dag seg­ist hann vinna sem mest til að dreifa hug­an­um.

Ljót­ur einka­húm­or

Ísi­dór lýsti hvernig nán­ast all­ir vin­ir hans og marg­ir fjöl­skyldumeðlim­ir hefðu snúið baki við hon­um.

Þá lýsti hann að nán­ast all­ir vin­ir unn­ustu hans hefðu snúið baki við henni, en hún var viðstödd skýrslu­tök­una og ljóst mátti vera að málið hef­ur tekið mikið á parið.

Ísi­dór sagði að það væri ým­is­legt sem hann vildi fleira segja fyr­ir dómi ef fjöl­miðlar væru ekki á staðnum.

Að lok­um sagði Ísi­dór að sam­skipti hans og Sindra hefðu verið ljót­ur einka­húm­or. Eng­in mein­ing hefði verið að baki.

Hann nefndi að hann hefði enga sögu um of­beldi og hefði stofnað fjöl­skyldu.

Sak­sókn­ari mun flytja mál sitt eft­ir há­degi og á morg­un lýk­ur aðalmeðferð í mál­inu með mál­flutn­ingi verj­anda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert