Verkfallið fær „mjög hraða meðferð“

Gísli G. Hall, lögmaður Kennarasambands Íslands, sést hér mæta til …
Gísli G. Hall, lögmaður Kennarasambands Íslands, sést hér mæta til þingfestingarinnar í morgun. mbl.is/Karítas

Þing­fest­ingu í máli Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga (SÍS) gegn Kenn­ara­sam­bandi Íslands (KÍ) er lokið í Fé­lags­dómi. Dóm­ur­inn hef­ur í huga að málið fái mjög hraða meðferð og verður málið því flutt á föstu­dag.

Verk­föll standa nú yfir í fjór­tán leik­skól­um og sjö grunn­skól­um víða um land.  SÍS krefst þess að verk­föll­in verði dæmd ólög­mæt þar sem þau brjóti í bága við ákvæði laga nr. 94/​1986 um kjara­samn­inga op­in­berra starfs­manna. Í ákvæðinu felst að verk­fall skuli ná til allra starfs­manna stétt­ar­fé­lags hjá sama vinnu­veit­anda.

Fimm dóm­ar­ar sitja í dóm­in­um en ein­ung­is Björn L. Bergs­son dóm­ari var viðstadd­ur þing­fest­ing­una.

Hann upp­lýsti lög­menn KÍ og SÍS hverj­ir sitja í dóm­in­um og rakti það meðal ann­ars að einn dóm­ari Fé­lags­dóms hefði lýst yfir van­hæfi vegna margra kenn­ara sem hann væri bund­inn fjöl­skyldu­bönd­um.

Þá var farið yfir máls­gögn sem inni­halda meðal ann­ars upp­lýs­ing­ar um verk­föll­in 21 og dæmi um ráðninga­samn­inga kenn­ara.

Félagsdómur hefur aðsetur í dómhúsi Landsréttar í Kópavogi.
Fé­lags­dóm­ur hef­ur aðset­ur í dóm­húsi Lands­rétt­ar í Kópa­vogi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fyrst og fremst deilt um lög­fræði

Dóm­ari minnt­ist á að verk­föll­in væru yf­ir­stand­andi og því væri dóm­ur­inn með það í huga að málið „fái mjög hraða meðferð“. SÍS hafði óskað eft­ir því að málið fengi flýtimeðferð fyr­ir dóm­in­um.

Verj­end­ur þurfa því að skila grein­ar­gerðum síðdeg­is á morg­un og aðalmeðferð fer síðan fram síðdeg­is á föstu­dag.

Eng­ar skýrslu­tök­ur fara fram þar sem málið snýst fyrst og fremst um lög­fræði, líkt og dóm­ari orðaði það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert