Ábatinn gæti verið meiri en áhættan

Eitt af semglútíðlyfjunum er hið þekkta Ozempic sem bæði virkar …
Eitt af semglútíðlyfjunum er hið þekkta Ozempic sem bæði virkar vel fyrir fólk í hættu á að fá sykursýki 2 og aðra hættulega sjúkdóma. AFP

„Við bú­umst við að fá frétt­ir frá lyfja­ör­ygg­is­nefnd Lyfja­stofn­un­ar Evr­ópu (EMA) um miðjan maí, en Novo Nordisk er nú að yf­ir­fara öll gögn eft­ir að ör­ygg­is­nefnd­in tók er­indið fyr­ir um miðjan janú­ar.“

Þetta seg­ir Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg for­stjóri Lyfja­stofn­un­ar varðandi frétt­ir af tveim­ur rann­sókn­um sem gætu bent til þess að sam­band væri milli notk­un­ar semaglútíðlyfja og auk­inn­ar tíðni al­var­legs augn­sjúk­dóms, blóðþurrðarsjóntaug­arkvilla án slagæðabólgu, sem get­ur skemmt sjóntaug­ina og jafn­vel or­sakað blindu.

Til­kynna þarf auka­verk­an­ir

„Þegar lyf kom­ast í svona víðtæka dreif­ingu má bú­ast við að auka­verk­an­ir geti komið upp á al­heimsvísu og bara hér­lend­is eru rúm­lega 16 þúsund á þess­um lyfj­um. Í þess­um rann­sókn­um var auk­in fylgni milli þeirra syk­ur­sýk­is­sjúk­linga sem notuðu semaglútíðlyf­in og þeirra sem fengu þenn­an al­var­lega augnskaða og það er mjög mik­il­vægt að rann­saka hvort tengsl séu þarna á milli. Í Dan­mörku fóru til­felli sjúk­dóms­ins úr 60 í 150, sem er mik­il fjölg­un, en á sama tíma hef­ur notk­un lyfs­ins auk­ist gríðarlega, og miklu meira en þetta hlut­fall,“ seg­ir Rúna og að full­trú­ar Novo Nordisk haldi því fram að ábat­inn af lyfj­un­um sé miklu meiri en áhætt­an.

„Við leggj­um mikla áherslu á að all­ir sem nota lyf­in láti okk­ur vita ef þeir fá ein­hverj­ar auka­verk­an­ir svo að við get­um haldið utan um þetta og safnað upp­lýs­ing­um.“

„Það er ekki búið að finna ennþá hvort það sé beint or­saka­sam­band á milli semaglútíðlyfj­anna og augn­sjúk­dóms­ins,“ seg­ir Erla Gerður Sveins­dótt­ir, sér­fræðilækn­ir í offitu, og bætr við að gríðarleg­ur fjöldi fólks hafi notað þessi lyf und­an­far­in ár.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert