Staða og framtíð Reykjavíkurflugvallar er til umræðu á opnum fundi á Hótel Reykjavík Natura í dag.
Á fundinum munu sérfræðingar fjalla um stöðu vallarins, helstu áskoranir í rekstri hans og horfur til framtíðar.
Þá munu samgönguráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur ávarpa fundinn og taka þátt í pallborðsumræðum þar sem tækifæri gefst til að ræða stöðu mála.
Á fundinum verða eftirtaldir með erindi og taka þátt í pallborði:
Fundarstjóri verður Matthías Sveinbjörnsson, Forseti Flugmálafélags Íslands og stjórnandi pallborðs verður Jóhannes Bjarni Guðmundsson, flugstjóri og stjórnandi Flugvarpsins.
Fundurinn hefst kl. 17 og stendur til kl. 19.
Beint streymi er hér að neðan.