Dómurinn lengdur í sjö ár úr þremur og hálfu

Frá þingfestingu málsins í febrúar í fyrra.
Frá þingfestingu málsins í febrúar í fyrra. mbl.is/Eyþór

Landsréttur hefur þyngt dóminn yfir Shokri Keryo, sænsk­um karl­manni sem héraðsdómur dæmd­i í þriggja ára og sex mánaða fang­elsi fyr­ir skotárás í Úlfarsár­dal í nóvember árið 2023, um þrjú og hálft ár.

Er honum gert að sitja í fangelsi í sjö ár og mun gæsluvarðhald sem hann hefur þegar setið dragast af fangelsisvist hans.

Var Keryo sak­felld­ur fyr­ir hættu­brot, en sýknaður fyr­ir til­raun til mann­dráps fyrir héraðsdómi í fyrra.

Særðist í árásinni

Shokri neitaði sök á skotárás­inni fyr­ir dómi í mars og kvaðst lítið muna frá kvöld­inu um­rædda þar sem hann var sakaður og dæmd­ur fyr­ir að hafa skotið fjór­um skot­um í átt­ina að fjór­um ein­stak­ling­um.

Eitt skot­anna fór inn um glugga hjá fjög­urra manna fjöl­skyldu, sem er mál­inu að öllu óviðkom­andi.

Gabrí­el Doua­ne Boama, sem sjálfur er góðkunningi lögreglunnar fyrir hin ýmsu ofbeldisbrot, særðist í árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert