Ekki mormóni þó hugmyndafræðin sé stúderuð

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra, í Landsrétti á þriðjudagsmorgun.
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra, í Landsrétti á þriðjudagsmorgun. mbl.is/Karítas

„Ég segi margt og kannski meina ég ekk­ert með því. Ég er ekki einn um það.“ Þessi orð sem Sindri Snær Birg­is­son lét falla vill verj­andi hans, Sveinn Andri Sveins­son, meina að sé hnot­skurn hryðju­verka­máls­ins. Sam­skipti Sindra og Ísi­dórs Nathans­son­ar hafi ein­ung­is verið gá­leys­is­legt og gal­gopalegt tal, ekki liður í und­ir­bún­ingi hryðju­verka.

Aðalmeðferð máls­ins var haldið áfram í Lands­rétti í morg­un þrátt fyr­ir af­taka­veður og voru aðstand­end­ur sak­born­ing­anna meðal ann­ars mætt­ir í dómsal til þess að fylgj­ast með mál­flutn­ingi Sveins Andra og Ein­ars Odds Sig­urðsson­ar, verj­anda Ísi­dórs. 

Mál­flutn­ing­ur Önnu Barböru Sig­urðardótt­ur sak­sókn­ara fór fram í gær.

Tæp­lega ár er liðið frá því að Sindri var sýknaður fyr­ir til­raun til hryðju­verka í Héraðsdómi Reykja­vík­ur og Ísi­dór þar af leiðandi sýknaður fyr­ir hlut­deild í broti Sindra. Þeir voru hins veg­ar dæmd­ir fyr­ir stór­fellt vopna­laga­brot, Sindri í 24 mánaða fang­elsi og Ísi­dór í 18 mánaða fang­elsi.

Verj­end­ur mann­anna krefjast þess að þeir verði sýknaðir al­farið af hryðju­verka­hluta ákær­unn­ar og að þeir sýknaðir að hluta fyr­ir vopna­laga­brot­in. Þá er þess kraf­ist að þeir verði dæmd­ir til væg­ustu refs­ing­ar er lög leyfa er kem­ur að brot­un­um sem þeir hafa játað að hluta.

Eitt al­var­leg­asta sak­ar­efni sög­unn­ar

Mál­flutn­ing­ur Sveins Andra og Ein­ars Odds rímaði að miklu leyti við fyrri mál­flutn­ing þeirra í héraði. Um­fjöll­un um þá má lesa hér að neðan. 

Ein­ar Odd­ur sagði sak­ar­efnið lík­lega það al­var­leg­asta í ís­lenskri rétt­ar­sögu. Um­fang máls­ins væri mjög mikið og sjald­an hafi verið lögð jafn mik­il vinna í rann­sókn nokk­urs máls.

Þeir fjölluðu báðir um þess­ar aðgerðir og rann­sókn lög­reglu sem þeir sögðu hafa lit­ast af rör­sýn, fyr­ir fram ákveðnum hug­mynd­um, rangtúlk­un­um og vafa­söm­um rann­sókn­araðferðum.

Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs, í héraðsdómi fyrir rúmu ári.
Ein­ar Odd­ur Sig­urðsson, verj­andi Ísi­dórs, í héraðsdómi fyr­ir rúmu ári. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Rann­sókn­ar­hags­mun­ir ekki yf­ir­vof­andi hætta

Sveinn Andri gagn­rýndi orðalag í hinum áfrýjaða dómi þar sem sagði að „viður­styggi­leg um­mæli“ beggja ákærðu og at­hafn­ir þeirra „gáfu að mati dóms­ins fullt til­efni til aðgerða lög­reglu í mál­inu er ákærðu voru hand­tekn­ir“.

Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir 21. sept­em­ber árið 2022, degi eft­ir að heim­ild til ákveðinna þving­unar­úr­ræða var gef­in út.

Í máli Karls Stein­ars Vals­son­ar yf­ir­lög­regluþjóns fyr­ir héraðsdómi kom fram að hand­tak­an hafi fyrst og fremst verið vegna rann­sókn­ar­hags­muna, þar sem Ísi­dór hafði fengið upp­lýs­ing­ar um eft­ir­lit lög­reglu með þeim.

Á blaðamanna­fundi lög­reglu dag­inn eft­ir kom síðan fram að komið hefði verið í veg fyr­ir hryðju­verk.

Ein­ar Odd­ur sagði því ljóst að ekki hafi verið yf­ir­vof­andi hætta, held­ur hafi rann­sókn­ar­hags­mun­ir verið í fyr­ir­rúmi.

Verj­end­urn­ir sögðu báðir að rann­sókn lög­reglu hafi síðan miðað að fyr­ir fram ákveðnum kenn­ing­um og oftúlk­un­um um að fé­lag­arn­ir væru hættu­leg­ir hryðju­verka­menn. Grund­vall­ar­sjón­ar­miði um hlut­lægni hafi verið „kastað út um glugg­ann“.

Sam­skipt­in ekki dul­kóðuð

Sveinn Andri minnt­ist á að talað hafi verið um að sam­skipti tví­menn­ing­anna hafi verið á dul­kóðuðu for­riti, Signal.

Still­ing­ar sam­tala þeirra hafi hins veg­ar verið á þá leið að þau voru gal­op­in, svipað og á Messenger. Ekk­ert sér­stakt lyk­il­orð hafi þurft inn í for­ritið og þeir hafi ekki verið með sam­skipt­in þannig stillt að þeim yrði eytt, jafn­vel þó for­ritið bjóði upp á það.

Sveinn Andri sagði dóm­stóla hafa verið mataða af rang­færsl­um þegar gerðar voru kröf­ur um gæslu­v­arðhald, en menn­irn­ir voru látn­ir laus­ir 13. des­em­ber 2022 eft­ir að Lands­rétt­ur féllst ekki á að hættu- og varn­ar­sjón­ar­mið væru leng­ur fyr­ir hendi.

Ein­ar Odd­ur sagði meðferð dóm­stóla á kröf­um um gæslu­v­arðhald áhuga­verða og gefa inn­sýn í hvernig sak­ar­efnið var metið.

Í kjöl­far þess að Sindra og Ísi­dór var sleppt hækkaði Rík­is­lög­reglu­stjóri viðbúnaðarstig vegna hryðju­verka­ógn­ar og er það enn óbreytt.

Sveinn Andri, Sindri Snær, Einar Oddur og Ísidór í héraðsdómi.
Sveinn Andri, Sindri Snær, Ein­ar Odd­ur og Ísi­dór í héraðsdómi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Haus­verk­ur Lands­rétt­ar

Líkt og í mál­flutn­ingi sak­sókn­ara var mikið fjallað um ásetn­ing mann­anna í ræðum Sveins Andra og Ein­ars Odds. 20. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga er þar miðpunkt­ur og ótví­rætt lyk­il­orð. Þar seg­ir:

Hver sá, sem tekið hef­ur ákvörðun um að vinna verk, sem refs­ing er lögð við í lög­um þess­um, og ótví­rætt sýnt þann ásetn­ing í verki, sem miðar eða er ætlað að miða að fram­kvæmd brots­ins, hef­ur, þegar brotið er ekki full­komnað, gerst sek­ur um til­raun til þess.

Lítið hef­ur reynt á þetta til­rauna­ákvæði lag­anna fyr­ir ís­lensk­um rétti og sagði Sveinn Andri það vera „haus­verk“ Lands­rétt­ar að fjalla um þetta ákvæði og hvort orðið ótví­rætt hafi áhrif á mat dóms­ins.

Að hans mati þýðir þetta orðalag að herta kröfu um sönn­un ásetn­ings.

Net­grúsk fram­leng­ing á hugs­un

Báðir verj­end­ur nefndu svo­kallaðan Akra­nes­brennu­dóm frá 1948 þar sem menn voru sýknaðir fyr­ir að hafa talað um að brenna hús. Í þeim dómi kom fram að hugs­an­ir og vanga­velt­ur séu ekki refsi­verðar.

Sveinn Andri sagði að í nú­tíma­sam­fé­lagi væri net­grúsk og svo­kallað gúgl fram­leng­ing á hugs­un manna. Hann lýsti því að fólk væri farið að hugsa spont­ant á net­inu.

Verj­and­inn sagði millj­ón­ir manna skoða efni líkt og Sindri og Ísi­dór skoðuðu um fjölda­morð og öfga­hyggju. Fólk hefði ein­fald­lega áhuga á mann­legri hegðun.

Þeir hafi ekki til­einkað sér efnið og nefndi sem dæmi að þó að hann myndi kynna sér mormóna­trú og lífstíl grænkera þá þýddi það ekki að hann væri mormóni eða grænkeri.

Sveinn Andri tók sem dæmi að hann yrði ekki grænkeri …
Sveinn Andri tók sem dæmi að hann yrði ekki grænkeri eða mormóni þó hann myndi til­einka sér hug­mynda­fræðina í þaula. mbl.is/​Karítas

Ein­ar Odd­ur sagði Ísi­dór hafa verið sem opna bók í gegn­um málið. Hann hafi viður­kennt að hafa sankað að sér efni, kynnt sumt sér en ekki til­einkað sér.

Ísi­dór hefði engu dregið und­an um að hafa aðhyllst ákveðnar póli­tísk­ar skoðanir sem ekki all­ir væru sam­mála, en að hann hafi ekki sýnt sér­staka ákefð til að hafa áhrif á Sindra.

Eng­inn und­ir­bún­ing­ur

Sveinn Andri sagði enga af 64 ákæru­liðum ákær­unn­ar á hend­ur Sindra geta túlkast sem und­ir­bún­ings­at­höfn til hryðju­verka. Því sam­sinnti Ein­ar Odd­ur og sagði tölu­vert meira til þess að sak­fella menn­ina.

Sveinn Andri nefndi þó að mögu­lega gæti liður 52, þar sem seg­ir að Sindri hafði farið á vett­vang hinseg­in daga og mælt bil á milli lok­ana með það fyr­ir aug­um að kanna hvort unnt sé að aka stóru öku­tæki þar í gegn, tal­ist sem und­ir­bún­ings­at­höfn. Ákæru­valdið hef­ur hins veg­ar fallið frá þeim lið.

„Fer aldrei af fasa hugs­ana og sam­tals yfir í ein­hverj­ar at­hafn­ir,“ sagði Sveinn Andri í ræðu sinni.

Þá nefndi hann að Sindri hefði aldrei aflað sér hrá­efn­is eða búnaðar í sprengju­gerð eða dróna­gerð. Það eina sem hann hefði keypt sér var lé­legt kín­verskt vesti.

Sindri Snær Birgisson í Landsrétti á þriðjudagsmorgun.
Sindri Snær Birg­is­son í Lands­rétti á þriðju­dags­morg­un. mbl.is/​Karítas

Vopn­in fram­leidd í auðgun­ar­skyni

Báðir verj­end­ur sögðu sak­born­ing­ana hafa þrívídda­prentað skot­vopn í tekju­skyni. Til­gát­ur ákæru­valds­ins um að það hafi verið til þess að fjár­magna hryðju­verk væru ekki á rök­um reist­ar.

Það er ekki hægt að selja kök­una og borða hana á sama tíma, sagði Sveinn Andri.

Þá sagði hann að ef Sindra hefði vantað fjár­magn til þess að fram­kvæma hryðju­verk þá hefði hann vænt­an­lega tekið lán á íbúð sína eða selt hana.

Þrívídda prentari sem lögregla lagði hald á.
Þrívídda prent­ari sem lög­regla lagði hald á. mbl.is/​Hólm­fríður María

Hug­renn­ing­ar og fant­así­ur

Ein­ar Odd­ur og Sveinn Andri gagn­rýndu að sam­skipti mann­anna hafi verið klippt til af lög­reglu og tek­in úr sam­hengi.

Sveinn Andri lýsti sam­skipt­un­um sem kald­hæðnum, inn­an­tóm­um, gal­gopa­laus­um og að um væri að ræða inni­halds­laust hjal. Eng­um um­mæl­um hefði fylgt at­höfn.

Ein­ar Odd­ur sagði að um hug­renn­irn­ar væri að ræða og fant­así­ur sem birt­ust í bland við aug­ljós­lega kald­hæðni.

Kæfa ömmu sína á flug­vallakló­setti

Sveinn Andri sagði það rétt hjá ákæru­vald­inu að það verði að setja um­mæl­in í sam­hengi og skoða heild­ar­mynd­ina. Það væri kjarni máls­ins, en að ákæru­valdið fylgdi því ekki eft­ir.

Ein­ar Odd­ur sam­sinnti því og sagði að menn­irn­ir hefðu vaðið úr einu í annað og því ein­ung­is um gá­leys­is­legt tal að ræða.

Sveinn Andri nefndi skila­boð sem Ísi­dór sendi þar sem hann grínaðist með að kæfa ömmu sína og skilja hana inni á flug­vallakló­setti. Talið hafi varið stutt og farið fljótt í annað tal.

Hann sagði að það þyrfti að huga að því að stund­um væri aug­ljós­lega um grín að ræða. Þegar ein­hver segði „djók“ þá tæki það all­an brodd og al­vöru úr sam­tal­inu.

Ein­ar Odd­ur sagði að um væri að ræða tvo unga menn á tveggja manna tali sem ættu aldrei að koma fyr­ir augu þriðja manns. Ótækt væri að leggja til bók­staf­stúlk­un á því sem þeir sögðu miðað við framb­urði þeirra, vitna og mat geðlækn­is.

Ósátt­ir við mál­svarn­ar­laun­in

Báðir verj­end­ur krefjast þess að mál­svarn­ar­laun þeirra verði end­ur­skoðuð.

Héraðsdóm­ur dæmdi að ákærðu greiddu fjórðung launa verj­anda sinna sem sam­tals voru 22 millj­ón­ir. Þrír fjórðu hlut­ar kostnaðar­ins greidd­ust úr rík­is­sjóði.

Sveinn Andri og Ein­ar Odd­ur sögðu að 95% af vinnu þeirra hafi farið í hryðju­verka­hluta máls­ins. Því skuli rík­is­sjóður greiða reikn­ing­inn að lang­mestu vegna sýknu­dóms­ins.

Þá sagði Sveinn Andri að tíma­skýrsl­an hafi verið skrúfuð niður og tel­ur hann sig ein­ung­is hafa fengið greidda um 60% af vinn­unni.

„Fór fjandi mik­ill tími í þessa vinnu hjá báðum verj­end­um,“ sagði hann og fór yfir um­fang máls­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert