Lokað hefur verið fyrir umferð um þjóðveg 1 við Jökulsá í Lóni. Vatn flæðir yfir varnargarða við ána og flæðir í kjölfarið yfir þjóðveginn.
Vegurinn er ófær í bili en Vegagerðin undirbýr nú viðbrögð.
Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og verður til kl. 18.
Frá þessu greinir lögreglan á Suðurlandi á Facebook en tilkynning er einnig inni á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is.