Fólk varað við að vera utandyra

Rauð viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 7.
Rauð viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 7. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáð er sunnan 25-33 m/s með snörpum vindhviðum og talsverðri rigningu með köflum á höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins segir að foktjón sé mjög líklegt og að hættulegt geti að vera á ferð utandyra og það verði ekkert ferðaveður.

Rauð viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 8 og gildir fram til klukkan 13 en Veðurstofa Íslands hefur gefið rauðar og appelsínugular viðvaranir fyrir landið í dag.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er fólk hvatt til að halda sig heima á meðan óveðrið gengur yfir í dag og vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Þar segir að röskun verði á skólastarfi. Grunn- og leikskólar verða þó ekki lokaðir, en halda úti lágmarksmönnun.

Óvissustig verður á mörgum vegum í dag og á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is, kemur fram:

„Vegagerðin vill ítreka það að ökutæki sem taka á sig mikinn vind eiga alls ekki að vera á ferli milli landshluta í dag. Margir vegir eru á óvissustigi í dag og geta því lokað með stuttum fyrirvara. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með aðstæðum og vera tilbúnir að breyta ferðaplönum.“

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert