Myndskeið: „Sauna-klefi“ á ferðalagi með Kára

Starfsmenn Trefja við Óseyrarbraut í Hafnarfirði þurftu eins og margir aðrir að gera ráðstafanir vegna veðurofsans í gær. Það dugði þó ekki alveg.

Mörgum „sauna-klefum“ var komið í var en þó ekki öllum. Kári var í jötunmóð og fór með einn klefann í lítið ferðalag eins og sjá má á þessu myndbandi sem þau hjá Trefjum útbjuggu úr upptöku úr öryggismyndavél.

Það getur orðið vindasamt á Óseyrarbraut nærri sjávarsíðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert