Seinni bylgjan af illviðrinu gengur inn á landið með morgninum og taka fyrstu rauðu viðvaranir gildi klukkan 7 fyrir austan, klukkan 8 á suðvesturhorninu og klukkan 10 norðanlands. Hættustig almannavarna er enn í gildi.
Appelsínugular viðvaranir gilda fyrir Suðausturland og Breiðafjörð en eini landshlutinn sem sleppur við viðvörun er Vestfirðir.
Fyrstu rauðu viðvarirnar renna úr gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi klukkan 13 en þær verða í gildi fram eftir degi í öðrum landshlutum.
Spáð er sunnan stormi, roki eða ofsaveðri á landinu með mikilli rigningu og geta vinhviður náð um og yfir 50 m/s. Hitinn verður 4 til 10 stig. Vindur verður mun hægari á Vestfjörðum en þar er spáð snjókomu og hita um frostmark. Síðdegis snýst í alhvassa vestanátt með éljum, fyrst vestantil, og það kólnar í veðri.
Á morgun verður suðaustlæg átt 5-13 m/s. Það verður snjókoma með köflum á suðaustanverðu landinu en annars stöku él. Seinni partinn verður suðlæg átt 10-18 m/s með skúrum eða slydduéljum en það verður úrkomulítið fyrir norðan. Hitinn verður 1 til 6 stig.