Smit í spendýrum eykur líkur á að fólk smitist

Fuglaflensa hefur greinst í kúm í Nevada í Bandaríkjunum. Kýrnar …
Fuglaflensa hefur greinst í kúm í Nevada í Bandaríkjunum. Kýrnar í Nevada smituðust af öðru afbrigði fuglaflensu sem kallað er D1.1. Guðrún Aspelund sótt­varna­lækn­ir segir áhættu fyrir almenning hér á landi mjög litla. AFP//Michael M. Santiago/mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðrún Asp­e­lund sótt­varna­lækn­ir seg­ir af­brigði fuglaflensu er greind­ist í mjólk­ur­kúm í Nevada Banda­ríkj­un­um ekki hafa greinst í Evr­ópu, og því ekki áhyggju­efni fyr­ir al­menn­ing á Íslandi. Rík ástæða sé þó til að fylgj­ast með þróun mála.

Kýrn­ar greind­ust með D1.1 af­brigðið, sem ekki hef­ur greinst áður í spen­dýr­um en H5N1 af­brigðið, sem ekki hef­ur greinst á Íslandi síðan 2023, hef­ur smitað um 950 hjarðir í 16 fylkj­um Banda­ríkj­anna á síðasta ár­inu.

„Það sem við höf­um áhyggj­ur af eru aukn­ar grein­ing­ar af fuglaflensu sem hafa verið und­an­farið, bæði í fugl­um en líka ein­mitt í spen­dýr­um. Þetta er aðallega í villt­um dýr­um en svo eru þessi kúa­bú í Banda­ríkj­un­um og svo hafa önn­ur spen­dýr greinst,“ seg­ir Guðrún í sam­tali við mbl.is.

Mann­eskj­an skyld­ari spen­dýr­um en fugl­um

Að sögn Guðrún­ar þarf að fylgj­ast með þróun mála, þó að um­rætt af­brigði hafi ekki greinst í Evr­ópu. Ef veir­an er far­in að smita spen­dýr þá aukast lík­urn­ar á að hún geti smitað fólk.

„Það eru þá ákveðnir hæfi­leik­ar sem hún hef­ur til þess, hún þarf ákveðnar breyt­ing­ar til þess að geta farið inn í frum­ur hjá fólki og við erum skyld­ari spen­dýr­um held­ur en fugl­um. Það er þróun sem þarf að fylgj­ast með.“

Aðalá­hyggju­vald­inn seg­ir hún mögu­leik­ann á smiti á flensu­tíma. Ef smit verður af mannain­flú­ensu og fuglain­flú­ensu á sama tíma get­ur orðið end­urröðun á erfðaefn­inu á milli veir­anna tveggja og þar með orðið til nýtt af­brigði. Nýja af­brigðið hefði þá mögu­lega hæfni til að smit­ast á milli fólks. Ákveðin at­b­urðarás þarf að verða til að slíkt ger­ist en það get­ur haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar.

„Það er eitt að þetta geti smit­ast í fólk en svo ef þetta get­ur smit­ast á milli fólks, það er al­veg, þá erum við ekki í góðum mál­um,“ seg­ir Guðrún.

„Það er eitt að þetta geti smitast í fólk en …
„Það er eitt að þetta geti smit­ast í fólk en svo ef þetta get­ur smit­ast á milli fólks, það er al­veg, þá erum við ekki í góðum mál­um,“ seg­ir Guðrún. mbl.is/​Hall­ur Már

Flest til­felli hafa verið væg­ar sýk­ing­ar

Að sögn Guðrún­ar er ekki hægt að full­yrða að til­fell­in um smit á fólki í Banda­ríkj­un­um, sem flest eru væg­ar sýk­ing­ar, þýði að af­brigðið sem greinst hef­ur þar sé hættu­legt. Aðstæður geta haft þar mik­il áhrif.

„Það er annað sem hef­ur áhrif, það er hlífðarbúnaður, vinnuaðstaðan, hvernig eru þessi bú, það er mikið af dýr­um þétt sam­an. Það er allskon­ar sem gæti haft áhrif þannig að maður get­ur ekki al­veg sagt að akkúrat þessi arf­gerð sé endi­lega eitt­hvað hættu­leg,“ seg­ir Guðrún.

Ekki áhyggju­efni fyr­ir al­menn­ing

Aðspurð hvort mögu­leiki sé á smiti frá mat­væl­um úr fugla- eða kúa­bú­um svar­ar Guðrún:

„Það hef­ur ekki verið sýnt fram á nein smit yf­ir­höfuð á svona úr mat­væl­um, nema úr hrámjólk, ekki í fólki held­ur kött­um í Banda­ríkj­un­um. Það er talið að þeir hafi smit­ast við að drekka óger­il­sneidda mjólk, sem á alls ekki að gera af ýms­um ástæðum öðrum en fuglaflensu.“

Þetta er þá ekki orðið áhyggju­efni fyr­ir al­menn­ing á Íslandi?

„Nei alls ekki fyr­ir al­menn­ing. Áhætt­an er mjög lág, sér­stak­lega fyr­ir al­menn­ing. En við fylgj­umst með þessu og aðal áhyggju­efnið er í dýr­um og þá ef þetta fer í fugla­bú, sem er lík­legra en önn­ur dýr. Það er það sem Mat­væla­stofn­un er mest að reyna að fyr­ir­byggja. En það hef­ur ekki verið þannig og lík­urn­ar á því eru mjög litl­ar,“ seg­ir Guðrún í lok­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert