Áfangaskýrsla komin í hendur ráðherra

Ferðamenn í Reynisfjöru.
Ferðamenn í Reynisfjöru. mbl.is/Jónas Erlendsson

Und­ir­bún­ing­ur er haf­inn við skrán­ing­ar­kerfi slysa og óhappa en starfs­hóp­ur um ör­yggi ferðamanna skilaði sinni fyrstu áfanga­skýrslu til ráðherra í des­em­ber síðastliðnum.

Á vef Stjórn­ar­ráðsins seg­ir að hlut­verk starfs­hóps­ins sé að koma með til­lög­ur að úr­bót­um á sviði ör­ygg­is­mála í ferðaþjón­ustu, tryggja sam­ráð á milli hlutaðeig­andi ráðuneyta, stofn­ana og at­vinnu­grein­ar­inn­ar, auk þess að stuðla að fram­gangi verk­efna sem hafa það að mark­miði að bæta ör­yggi ferðamanna þvert á hið op­in­bera og at­vinnu­líf.

Sex for­gangs­verk­efni

Við upp­haf vinnu starfs­hóps­ins skil­greindi hann eft­ir­far­andi sex verk­efni sem for­gangs­verk­efni: end­ur­skoðun reglu­verks, skrán­ingu slysa og óhappa, ör­yggi og æv­in­týra­ferðaþjón­ustu, áhættumat áfangastaða, ferðaþjón­ustu inn­an þjóðlendna og mennt­un leiðsögu­manna.

Vinna við drög að reglu­gerð sem kveður nán­ar á um form og inni­hald ör­ygg­is­áætl­un­ar og um fram­kvæmd við yf­ir­ferð og eft­ir­fylgni með ör­ygg­is­áætl­un­um er haf­in og mun starfs­hóp­ur­inn skila drög­um að reglu­gerð til ráðuneyt­is­ins í vor.

Starfs­hóp­ur­inn skilaði til­lögu að slíkri skrán­ingu til ráðuneyt­is­ins í des­em­ber 2024. Ferðamála­stofu var í kjöl­farið falið að hefja áætlana­gerð og und­ir­bún­ings­vinnu við at­vika­skrán­inga­kerfi. Kerf­inu er ætlað að halda utan um gögn og upp­lýs­ing­ar um slys, óhöpp og nærslys með það að mark­miði að:

  • Kort­leggja flokka og teg­und­ir slysa.
  • Greina slysam­ynst­ur til að styðja við for­varn­ir og áhættu­stjórn­un.
  • Stytta viðbragðstíma við óhöpp­um.
  • Bæta upp­lýs­inga­miðlun með ábyrgri gagnameðferð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert