Andleg og líkamleg heilsa hinsegin fólks verri en annarra

Niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og líðan hinsegin fólks voru kynntar í …
Niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og líðan hinsegin fólks voru kynntar í Ráðhúsinu í dag. mbl.is/Eyþór

Hinseg­in fólk upp­lif­ir lík­am­lega og and­lega heilsu sína verri en þeir sem ekki eru hinseg­in og eru lík­legri til að hafa upp­lifað and­lega örðug­leika og lík­legri til að hafa orðið fyr­ir of­beldi.

Þetta sýna niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar Heilsa og líðan hinseg­in fólks, sem kynnt­ar voru í Ráðhús­inu í dag.

Verða niður­stöður nýtt­ar í mót­un aðgerða sem styðja við lýðheilsu hinseg­in fólks. For­varn­ir og auk­inn stuðning­ur eru þar lyk­il­atriði ásamt fræðslu um hinseg­in mál­efni inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins.

Úrbóta er þörf

Hinseg­in fólk kom verr út úr flest­um lyk­ilþátt­um er kannaðir voru í rann­sókn­inni.

Niður­stöður sýna að upp­lif­un þeirra á lík­am­legri og and­legri heilsu er verri en þeirra sem ekki eru hinseg­in og að hinseg­in fólk er lík­legra til að hafa upp­lifað síþreytu, kvíða, streitu, áfall­a­streiturösk­un og þung­lyndi, og lík­legra til að hafa orðið fyr­ir of­beldi, and­legu, lík­am­legu eða kyn­ferðis­legu.

Ljóst er því að úr­bóta er þörf og benda rann­sak­end­ur á að til að bæta heilsu­far hinseg­in fólks þurfi að taka á fé­lags­leg­um þátt­um sem hafa áhrif á heilsu. Líkt og fjár­hags­stöðu, fé­lags­leg­um stuðning og aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu.

Að koma í veg fyr­ir of­beldi gegn hinseg­in ein­stak­ling­um er for­gangs­atriði í rann­sókn­inni og er kallað eft­ir öfl­ug­um kerf­is­bundn­um og sam­fé­lags­leg­um aðgerðum, bæði til að draga úr of­beldi og til að styðja við þolend­ur þess.

Til­lög­ur rann­sak­enda

Rann­sak­end­ur leggja fram til­lög­ur sem stuðlað gætu að betr­um­bættu aðgengi hinseg­in fólks að nauðsyn­leg­um úrræðum.

Lögð er áhersla á stuðning við geðheil­brigði, þar með talið með auknu aðgengi að úrræðum, meðferðarúr­ræði eigi að vera á viðráðan­legu verði og mót­tæki­leg gagn­vart sér­kenn­um hinseg­in sam­fé­lags­ins. Áfallamiðuð nálg­un og jafn­ingj­astuðning­ur koma einnig fram í til­lög­um.

Lík­am­leg heilsa er einnig lyk­il­atriði og kalla rann­sak­end­ur eft­ir að jafnt aðgengi sé tryggt að heil­brigðisþjón­ustu. Til að mynda þurfi að fræða heil­brigðis­stétt­ir um mál­efni hinseg­in fólks og tryggja að komið sé fram við það af virðingu og án for­dóma.

Þá gætu heilsu­fræðsla, bæði fyr­ir hinseg­in fólk og heil­brigðis­starfs­fólk, og sam­fé­lags­verk­efni dregið úr mis­ræmi í lík­am­legri heilsu.

Stórt skref fram á við

Rann­sókn­in byggði á gögn­um úr könn­un­inni Heilsa og líðan sem Embætti Land­lækn­is fram­kvæm­ir á fimm ára fresti og var sam­starfs­verk­efni Reykja­vík­ur­borg­ar og Sam­tak­anna ´78 - Fé­lags hinseg­in fólks á Íslandi.

Hún er ekki sú fyrsta sem nýt­ir gögn úr könn­un land­lækn­is til að skoða heilsu hinseg­in fólks en mark­ar að sögn rann­sak­enda stórt skref fram á við í að dýpka skiln­ing á stöðu heilsu­fars hjá hinseg­in sam­fé­lag­inu.

Flóra Vu­ong Nu Dong vann rann­sókn­ina sem meist­ara­nemi í líf­töl­fræði, en er núna út­skrifuð.

Þá voru Þór­hild­ur El­ín­ar­dótt­ir Magnús­dótt­ir, sér­fræðing­ur í mál­efn­um hinseg­in fólks á Mann­rétt­inda- og lýðræðis­skrif­stofu Reykja­vík­ur­borg­ar, og Harpa Þor­steins­dótt­ir, verk­efna­stjóri lýðheilsu­mála á skrif­stofu borg­ar­stjóra, um­sjón­araðilar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert