Einar fundar með oddvitum þriggja flokka

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í ráðhúsinu á leið á fund …
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í ráðhúsinu á leið á fund borgarstjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Þorsteinsson borgarstjóri fundar nú með oddvitum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Viðreisnar í ráðhúsinu.

Hann sleit meirihluta samstarfi borgarstjórnarinnar á klukkutíma löngum fundi með oddvitum fyrr í dag.

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur hann boðið Sjálf­stæðis­flokkn­um, Viðreisn og Flokki Fólks­ins til viðræðna um mynd­un nýs meiri­hluta.

Hafa þreif­ing­ar átt sér stað í aðdrag­anda fund­ar­ins sem haldinn var fyrr í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert