Einar Þorsteinsson borgarstjóri fundar nú með oddvitum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Viðreisnar í ráðhúsinu.
Hann sleit meirihluta samstarfi borgarstjórnarinnar á klukkutíma löngum fundi með oddvitum fyrr í dag.
Samkvæmt heimildum mbl.is hefur hann boðið Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Flokki Fólksins til viðræðna um myndun nýs meirihluta.
Hafa þreifingar átt sér stað í aðdraganda fundarins sem haldinn var fyrr í dag.