305 ökumenn voru myndaðir við of hraðan akstur á Miklubraut í Reykjavík síðustu fimm daga. Um var að ræða sérstaka vöktun lögreglunnar á tímabilinu.
Í tilkynningu á vef lögreglunnar kemur fram að eftirlitið hafi náði til ökutækja sem óku í vesturátt í vesturátt, á gatnamótum við Grensásveg.
„Á fjórum sólarhringum fóru 22.249 ökutæki þessa akstursleið og því óku hlutfallslega fáir ökumenn of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 79 km/klst en þarna er 60 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 103. Sextán ökutækjum var ekið gegn rauðu ljósi á umræddu tímabili,“ segir í tilkynningu