Litlar líkur á að afbrigðið berist til landsins

Matvælastofnun segir afbrigði fuglaflensu er greinst hafa hér á landi …
Matvælastofnun segir afbrigði fuglaflensu er greinst hafa hér á landi óskylt því er greinst hefur í mjólkurkúm í Bandaríkjunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

All­ar fuglaflensu­veir­ur sem greinst hafa hér á landi á síðastliðnu ári hafa verið af af­brigðinu H5N5 og því óskyld­ar H5N1 af­brigðinu er greinst hef­ur í mjólk­ur­kúm í Banda­ríkj­un­um, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu Mat­væla­stofn­un­ar.

Fáir far­fugl­ar koma frá Norður-Am­er­íku til Íslands á vor­mánuðum og tel­ur MAST því litl­ar lík­ur á að af­brigðið er greind­ist í Banda­ríkj­un­um ber­ist hingað til lands­ins, þótt ekki sé hægt að úti­loka það.

Al­geng­asta af­brigðið í Evr­ópu

Al­geng­asta af­brigði fuglaflensu í Evr­ópu er H5N1 en það hef­ur greinst í mörg­um teg­und­um villtra fugla, ali­fugla og villtra spen­dýra.

Líða fer að því að far­fugl­ar snúi aft­ur til lands­ins og fylg­ir því hætta á að þeir beri með sér ný af­brigði af in­flú­ensu­veir­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka