Með ógnandi tilburði gegn hópi ungmenna

Lögreglan á höfuborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöld …
Lögreglan á höfuborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöld og í nótt. Ljósmynd/Colourbox

Tilkynnt var um mann með ógnandi tilburði gegn hópi ungmenna í gærkvöld. Maðurinn fannst ekki en rætt var við fólk á vettvangi.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. 59 mál er skráð í kerfi lögreglunnar á þessum tíma og gista fjórir í fangageymslum vegna mála.

Tilkynnt var um mann með hótanir og ónæði í miðborginni en sá sami hafði verið grunaður um þjófnað úr verslun í miðborginni. Hann var mjög ölvaður og var vistaður í fangageymslu.

Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og var hann Einnig réttindalaus. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar á þjófnaðarmáli.

Einn var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis en viðkomandi átti aðild að umferðaróhappi. Þá var einn vistaður vegna rannsóknar á heimilisofbeldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert