Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur er sprunginn. Einar Þorsteinsson sleit meirihlutanum á klukkutíma löngum fundi með oddvitum flokkanna.
Hann hefur boðið Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Flokki Fólksins til viðræðna um myndun nýs meirihluta, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa þreifingar átt sér stað í aðdraganda fundarins.
Einar Þorsteinsson sagði í Dagmálum Morgunblaðsins í gær að það hrikti í meirihlutanum vegna stuðnings Framsóknar við tillögu Sjálfstæðisflokksins um breytingu á aðalskipulagi sem miðaði að því að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýri til ársins 2040.
Í viðtalinu tók hann jafnframt afstöðu til ýmissa annarra mála þvert gegn stefnu þess meirihluta sem hefur verið starfandi um árabil, meðal annars lagði hann áherslu á að brjóta meira land undir fjölbreyttari íbúabyggð og að mikilvægt væri að taka mið af fjölskyldubílnum í samgöngumálum.
Fréttin verður uppfærð.