Slökkt verður á umferðarljósum á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar í Kópavogi, við aðrein austan við Reykjanesbraut, í dag, föstudaginn 7. febrúar, vegna vinnu við endurnýjun umferðarljósabúnaðar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að umferðarljósin verði því óvirk meðan á framkvæmdum stendur, eða frá kl. 9.30 – 16.
Ökumenn eru minntir á að virða merkingar og aka varlega.