Ekki búin að hoppa á Framsóknarlestina

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar segir engan orðinn borgarstjóra enda …
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar segir engan orðinn borgarstjóra enda séu flokkarnir nú komnir aftur á byrjunarreit. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

„Ég segi allt skrítið í dag enda ekki meira en sól­ar­hring­ur liðinn frá því að meiri­hlut­inn sprakk.“

Þetta sagði Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Viðreisn­ar í borg­inni, er blaðamaður náði tali af henni í dag.

„Þetta eru skrítn­ir tím­ar, það verður að segj­ast.“

Eng­inn orðin borg­ar­stjóri

Hún seg­ir odd­vita Flokks fólks­ins, Sjálf­stæðis­flokks­ins, Fram­sókn­ar og Viðreisn­ar hafa átt í áfram­hald­andi sam­tali í dag eft­ir að Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri sprengdi meiri­hluta Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Pírata í gær­kvöldi.

„En það er ekki þannig að við höf­um hoppað á ein­hverja Fram­sókn­ar­lest og það er langt því frá að við séum kom­in að ein­hverri niður­stöðu eða að það sé farið að ræða það hver verður borg­ar­stjóri eða neitt slíkt,“ seg­ir Þór­dís Lóa.

Þegar meiri­hlut­an­um sé slitið marki það nýtt upp­haf og all­ir séu raun­ar komn­ir aft­ur á byrj­un­ar­reit. Eng­inn sé með stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð eða þvíum­líkt.

Ekki kort­er í meiri­hluta

Hún seg­ir það hafa komið sér í opna skjöldu er frétt­ir bár­ust af því að borg­ar­stjóri hefði hafið viðræður við Flokk fólks­ins og Sjálf­stæðis­flokk­inn er hann sleit meiri­hluta­sam­starf­inu í gær­kvöld. 

„Þegar maður er í svona meiri­hluta þá er það mín skoðun að næstu skref hefðu verið að tala sam­an og reyna að finna sam­eig­in­leg­an flöt á þeim meiri­hluta sem er bú­inn að vinna sam­an lengi. En það var út úr mynd­inni.“

„Þannig að frétt­ir um það að það sé allt klárt og klappað og að Ein­ar verði borg­ar­stjóri og að þetta sé bara kort­er í að verða meiri­hluti er bara alls ekki rétt.“

Kveðst Þór­dís sjá á eft­ir góðu meiri­hluta­sam­starfi.  Nú þurfi engu að síður að hafa hraðar hend­ur enda þurfi að stýra borg­inni á þeim 14 mánuðum sem séu eft­ir af kjör­tíma­bil­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert