Heidelberg horfir nú til Húsavíkur

Áætlað útlit mölunarverksmiðju Heidelberg sem verður nú ekki reist.
Áætlað útlit mölunarverksmiðju Heidelberg sem verður nú ekki reist. Tölvugerð mynd úr gögnum á vefsíðu Ölfuss

Forsvarsmenn Heidelberg á Íslandi bera nú víurnar í aðstöðu fyrir fyrirtækið á Húsavík en þeir funduðu í vikunni með byggðarráði Norðurþings og kynntu þar áform sín um að hefja framleiðslu á möluðu móbergi til útflutnings og íblöndunar við sement. Tilgangurinn er sagður vera að minnka verulega kolefnisspor sementsframleiðslu.

Í greinargerð sem lögð var fyrir byggðarráð kemur m.a. fram að eftir að staðsetningu verksmiðju Heidelberg var hafnað í Þorlákshöfn hafi forsvarsmenn fyrirtækisins skoðað hvort hægt sé að koma verkefninu fyrir nálægt sveitarfélaginu Ölfusi til að nýta áætlað hráefni til vinnslunnar sem og gögn sem búið var að vinna í umhverfismati þar.

En einnig er Heidelberg að skoða hagkvæmni þess að koma starfseminni fyrir annars staðar á landinu, þ. á m. í Norðurþingi.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka