Arndís Anna vill verða formaður Siðmenntar

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir vill verða nýr formaður Siðmenntar.
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir vill verða nýr formaður Siðmenntar.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, hefur boðið sig fram til formennsku Siðmenntar. 

RÚV greindi fyrst frá. Segir Arndís hvatann á bak við framboðið vera vaxandi ásókn andhúmanískra afla sem kalli á samstöðu þeirra sem trúa á húmaníska hugsjón. 

Inga Auðbjörg Straumland tilkynnti nýverið að hún ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri eftir sex ár sem formaður. 

Sóttist ekki eftir þingmennsku á ný

Arn­dís sat á þingi fyr­ir Pírata á síðasta kjör­tíma­bili, en ákvað að bjóða sig ekki fram á ný. Stofnaði hún eigin lögfræðiskrifstofu í kjölfarið og sóttist einnig nýverið eftir embætti héraðsdómara.

Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi og er skráð sem lífsskoðunarfélag og eru félagar þess um 6.000 talsins.

Lítur félagið svo á að sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda. Þau skuli ná til allra og þau megi hvorki afnema né skerða undir neinum kringumstæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert