Handtekinn vegna ólöglegrar dvalar

Annasamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær.
Annasamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í gær handtöku í Árbænum vegna ólöglegrar dvalar. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Þó nokkrir ökumenn undir áhrifum vímuefna

Í Hafnarfirði fór fram handtaka vegna sölu og dreifingar fíkniefna og var viðkomandi vistaður í fangaklefa. 

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu þó nokkra ökumenn sem ýmist voru undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna, svo og nokkra sem óku sviptir ökuréttindum. 

Einnig aðstoðuðu lögreglumenn ýmsa sem voru ofurölvi til síns heima. 

Ökumaður undir áhrifum fíkniefna olli umferðaróhappi

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi fór fram handtaka vegna líkamsárásar og var viðkomandi vistaður í fangaklefa. 

Í dagbók lögreglu segir að sinnt hafi verið einu umferðaróhappi í miðbænum, en ökumaður var undir áhrifum fíkniefna og var hann handtekinn. 

Þá var árekstur og minni háttar meiðsl í Breiðholtinu, en einn var fluttur með sjúkrabifreið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert