Hviður gætu farið yfir 35 m/s

Mynd úr safni af Siglufjarðarvegi.
Mynd úr safni af Siglufjarðarvegi. Ljósmynd/Vegagerðin

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við veðrinu í dag frá hádegi og fram á kvöld.

Spáð er hvassri sunnanátt um norðvestanvert landið. Kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar að staðbundnar hviður gætu farið um og yfir 35 m/s.

Þetta eigi einkum við á norðanverðu Snæfellsnesi, í Fljótum og á Siglufjarðarvegi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert