Aðalmeðferð í Neskaupstaðarmáli hefst í dag

Meðferðin hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur dag.
Meðferðin hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalmeðferð í máli Al­freðs Erl­ings Þórðar­son­ar hefst í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. Al­freð er ákærður fyr­ir að hafa orðið hjón­um á sjö­tugs­aldri að bana í Nes­kaupstað 21. ág­úst í fyrra.

Fjallað var ít­ar­lega um mál Al­freðs í Morg­un­blaðinu í síðustu viku, en hann var úr­sk­urðaður í nauðung­ar­vist­un á geðdeild þegar morðin voru fram­in.

Al­freð, sem er 45 ára, á sér langa sögu um geðræn­an vanda, hef­ur haft mikl­ar rang­hug­mynd­ir og þríveg­is verið úr­sk­urðaður í nauðung­ar­vist­un á geðdeild á inn­an við ári. Síðasti úr­sk­urður um nauðung­ar­vist­un féll þann 6. júní og var Al­freð þá úr­sk­urðaður í allt að 12 vikna vist­un, með mögu­leika á rýmk­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert