Alfreð Erling tjáir sig ekki frekar í morðmáli

Arnþrúður Þórarinsdóttir sækir málið fyrir hönd ríkisins.
Arnþrúður Þórarinsdóttir sækir málið fyrir hönd ríkisins. mbl.is/Karítas

Al­freð Erl­ing Þórðar­son, 45 ára Norðfirðing­ur, sem ákærður er fyr­ir að verða hjón­un­um Björg­vini Ólafi Sveins­syni og Rósu G. Bene­dikts­dótt­ur að bana 21. ág­úst á síðasta ári mun ekki gera frek­ar grein fyr­ir þeim verknaði sem hann er ákærður fyr­ir. 

Aðalmeðferð í mál­inu hófst í dag fyr­ir Héraðsdómi Aust­ur­lands en þing­hald fer fram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Tals­verður fjöldi aðstand­enda hjón­anna var mætt­ur í þingsal í morg­un.

Al­freð mætti til skýrslu­töku en þegar hon­um var gef­inn kost­ur á að skýra máls­at­vik bet­ur kvaðst hann vilja vísa til þeirra skýrslna sem tekn­ar höfðu verið af hon­um áður. Arnþrúður Þór­ar­ins­dótt­ir sak­sókn­ari spurði Al­freð þó ít­rekað hvort hann vildi ekki gera frek­ar grein fyr­ir máls­at­vik­um eða ræða nán­ar geðmat á hon­um 

Neitaði ákærði því.

Al­freð klædd­ist hettupeysu og íþrótta­bux­um og var í app­el­sínu­gul­um sokk­um merkt­um Land­spít­al­an­um. Hann var þvoglu­mælt­ur og stutt­ur í spuna er hann svaraði spurn­ing­um sak­sókn­ara. Hann kom inn að aft­an í fylgd tveggja lög­reglu­manna.

Hinn ákærði ætlar ekki að bera vitni í málinu.
Hinn ákærði ætl­ar ekki að bera vitni í mál­inu. mbl.is/​Karítas

Aðeins lesið hluta gagn­anna

Arnþrúður spurði því næst hvort hann vildi gera grein fyr­ir því hvernig hann þekkti hjón­in. Sagði hann þau hafa átt roll­ur á sveita­bæ for­eldra sinna, og að hann þekkti syni þeirra. Hann sagðist ekki hafa áður verið mikið í sam­skipt­um við hjón­in og ekki komið á heim­ili þeirra í mörg ár.

Spurður að því hvort hann hefði lesið öll gögn máls­ins sagðist Al­freð hafa lesið eitt­hvað af þeim, en ekki allt. Spurður að því hvort hann hefði lesið skýrsl­una sem lög­regla tók af hon­um taldi hann sig hafa gert það. 

Til stóð að sækj­andi máls­ins myndi bera nokk­ur mynd­skeið und­ir Al­freð en kvaðst hann ekki telja neina ástæðu til þess. 

Al­freð er ákærður fyr­ir að hafa 21. ág­úst á síðasta ári veist að Björg­vini og Rósu með hamri. Á hann að hafa slegið þau bæði ít­rekað í höfuðið með þeim af­leiðing­um að þau lét­ust af áverk­um sín­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert