Ferðamaður slasaðist við Fardagafoss rétt ofan Egilsstaða í dag. Voru björgunarsveitir kallaðar út.
Ferðamaðurinn hafði hrasað og gat í kjölfarið ekki stigið í fótinn.
Björgunarsveitirnar Jökull á Jökuldag og Hérar á Héraði ásamt sjúkraflutningafólki fóru upp að fossinum, spelkuðu fótinn og verkjastilltu. Viðkomandi var þá komið fyrir í börur.
Þá var ferðamaðurinn borinn um kílómetra vegalengd niður á veg og fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg.