Gul viðvörun: Hvassviðri og úrhellisrigning

Það verður víða hvasst á landinu í dag og mikil …
Það verður víða hvasst á landinu í dag og mikil rigning á Snæfellsnesi. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun er í gildi á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og á miðhálendinu vegna hvassviðris og úrhellisrigningar.

Á Breiðafirði er gul viðvörðun í gildi vegna sunnan hvassviðris og mikillar rigningar, einkum á Snæfellsnesi og á miðhálendinu geta orðið allt að 40-45 m/s vindhviður við fjöll.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í dag verði sunnan 10-18 m/s. Það verður rigning eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu og talsverð úrkoma norðvestanlands.

Vegna úrhellisrigningar hefur gula viðvörun verið gefin út fyrir Breiðafjörð. Á Norðausturlandi er hins vegar spáð þurrviðri. Hitinn verður 4 til 7 stig. Það dregur úr vindi í kvöld og frystir á Vestfjörðum.

Á morgun verður austlæg átt 5-10 m/s. Dálítil rigning eða súld öðru hverju í flestum landshlutum, en lengst af þurrt norðanlands. Hitinn verður 2 til 6 stig. Það fer svo að hvessa um kvöldið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert