Meint morðvopn fannst í bíl Alfreðs

Frá lögregluaðgerðum í Neskaupstað í ágúst í fyrra.
Frá lögregluaðgerðum í Neskaupstað í ágúst í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Ham­ar fannst í bíln­um sem Al­freð Erl­ing Þórðar­son, sem ákærður er fyr­ir að verða hjón­um að bana í Nes­kaupstað í ág­úst í fyrra, ók er hann var hand­tek­inn á Snorra­braut í Reykja­vík.

Áður en lög­reglu­menn tækni­deild­ar lög­reglu vissu af hamr­in­um í bíl hins grunaða höfðu þeir getið sér til um að morðvopnið væri ham­ar eða álíka verk­færi. 

Þetta kom fram í máli lög­reglu­manns, sem rann­sakaði vett­vang­inn að Strand­götu í Nes­kaupstað, fyr­ir héraðsdómi í dag. Aðalmeðferð í máli Al­freðs Erl­ings hófst í dag. 

Í máli lög­reglu­manns­ins kom fram að fjöldi skóf­ara hefði verið á vett­vangi, enda fóru bæði viðbragðsaðilar og menn ná­komn­ir hinum látnu og ákærða á vett­vang­inn áður en hon­um var lokað.

Ein skóför skáru sig úr

Sagði hann þó að ein skóför hefðu skorið sig úr, þau sem mynduðust úr fersku blóði. Voru þau skóför bor­in sam­an við skó allra þeirra er komu á vett­vang, sem og við skó Al­freðs.

Eru niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar þær að skór Al­freðs hafi að öll­um lík­ind­um myndað um­rædd för.

Lög­reglumaður­inn bar enn frem­ur vitni um það að áverk­ar á hinum látnu, eins og þeir birt­ust tækni­deild lög­regl­unn­ar á vett­vangi, hefðu bent til þess að ham­ar eða álíka áhald hefði verið notað til að veita hjón­un­um bana­mein sín. Einnig voru för í eld­hús­stól sem gáfu til kynna að ham­ar eða álíka áhaldi hefði verið beitt. 

Ann­ars var lítið af verks­um­merkj­um á vett­vangi sem benti til þess hvert morðvopnið hafi verið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert