Nafnið Öxi fært í mannanafnaskrá

Sænsk skógarhöggsöxi. Öxi er nú leyfilegt kvenmannsnafn á Íslandi samkvæmt …
Sænsk skógarhöggsöxi. Öxi er nú leyfilegt kvenmannsnafn á Íslandi samkvæmt nýföllnum úrskurði mannanafnanefndar. Ljósmynd/Wikipedia.org/Cosmoh

Mannanafnanefnd hefur kveðið upp þann úrskurð í kjölfar erindis er henni barst 16. desember að Öxi teljist nú gott og gilt kvenmannsnafn íslenskt og uppfylli skilyrði þau er lög um mannanöfn, númer 45/1996, setja um íslensk nöfn.

Samkvæmt lagabókstafnum verða nöfnin að taka íslenskri eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í málinu, þau mega ekki ganga í berhögg við íslenskt málkerfi og skulu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Loks má nafn ekki vera þannig að orðið geti nafnbera til ama.

Úrskurðar nefndin að skilyrðin séu uppfyllt hvað Öxi áhrærir, enda taki það íslenskri eignarfallsbeygingu, Axar/Öxar.

Skuli nafnið því fært í mannanafnaskrá.

Hér má lesa úrskurð nefndarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert