Talaði um Guð, djöfulinn og Jesú Krist við handtöku

Frá lögregluaðgerðum í Neskaupstað í fyrra.
Frá lögregluaðgerðum í Neskaupstað í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Al­freð Erl­ing Þórðar­son, 45 ára karl­maður sem ákærður er fyr­ir að verða hjón­um að bana í Nes­kaupstað 21. ág­úst, var að eig­in sögn á leið niður að Hall­gríms­kirkju til að kveikja á krossi þegar hann var hand­tek­inn. 

Lög­reglumaður sem sat með hon­um í lög­reglu­bíl rétt eft­ir að hann var hand­tek­inn seg­ir Al­freð hafa verið mjög ró­leg­an og sam­vinnuþýðan. 

„Ég hef sjald­an átt svona sam­tal við nokk­urra mann­eskju,“ sagði lög­reglumaður­inn sem gaf skýrslu í aðalmeðferð máls­ins í dag. 

„Hann talaði bara um Guð og djöf­ul­inn og Jesú Krist, hann sagði að hann væri að vinna í gegn­um þá. Þetta var ekki venju­legt sam­tal,“ sagði lög­reglumaður­inn. 

Að vinna verk fyr­ir Guð eða djöf­ul­inn

Spurður að því hvað Al­freð hefði sagt, þegar hann var spurður að því í hvaða er­inda­gjörðum hann væri þegar hann var hand­tek­inn sagði lög­reglumaður­inn:

„Hann sagðist bara vera á leiðinni niður að Hall­gríms­kirkju að fara vinna eitt­hvað verk fyr­ir Guð eða djöf­ull­inn. Ætlaði að kveikja á kross fyr­ir fram­an Hall­gríms­kirkju,“ sagði lög­reglumaður­inn. 

Al­freð er ákærður fyr­ir að hafa notað ham­ar til að veit­ast að hjón­un­um og slá þau ít­rekað í höfuðið. Hann hef­ur lengi glímt við geðræn­an vanda og hafði verið úr­sk­urðaður í 12 vikna nauðung­ar­vist­un á geðdeild þegar morðin voru fram­in. Al­freð sjálf­ur hef­ur kosið að skýra ekki nán­ar frá máls­at­vik­um, en hann mætti til aðalmeðferðar í morg­un og gaf stutta skýrslu. Þar gerði hann grein fyr­ir því að hann vildi ekki svara frek­ari spurn­ing­um eða skýra mála­vexti. Þá vildi hann ekki tjá sig um geðmat.

Riðlaði þetta tals­vert dag­skrá aðalmeðferðar­inn­ar, en sak­sókn­ari gerði ráð fyr­ir að geta tekið skýrslu af ákærða og meðal ann­ars bera und­ir hann mynd­skeið.

Sér­sveit­armaður gaf skýrslu

Sér­sveit­armaður sem kom á vett­vang að Strand­götu í Nes­kaupstað 22. ág­úst í fyrra seg­ir aðkom­una væg­ast sagt hafa verið ófagra. Hann seg­ir blóðslett­ur hafa verið upp um veggi. 

Sér­sveit­armaður­inn gaf skýrslu fyr­ir dómi í dag.

„Við för­um inn um aðal­dyrn­ar og þá sér maður strax þar að það eru blóðdrop­ar og slett­ur þar, ekki mikið en aðeins,“ sagði sér­sveit­armaður­inn. 

Sér­sveit­in fékk út­kall skömmu eft­ir að viðbragðsaðilar höfðu komið á staðinn, en sjúkra­flutn­inga­menn sem fyrst­ir komu á vett­vang af viðbragðsaðilum töldu að skot­vopni hefði verið beitt.

Sér­sveit­armaður­inn sagði fyrstu upp­lýs­ing­ar um málið hafa verið óskýr­ar en að frek­ari upp­lýs­ing­ar hafi borist þegar þeir voru á leiðinni á staðinn. Sér­sveit­in var kölluð til frá Ak­ur­eyri og kom á vett­vang löngu eft­ir að Al­freð var hand­tek­inn í Reykja­vík 22. ág­úst. 

Einnig hef­ur lög­reglu­kona sem fyrst kom á vett­vang af lög­reglu gefið skýrslu. Hún fór inn fyrst af lög­reglu og taldi líkt og sjúkra­flutn­inga­menn að skot­vopni kynni að hafa verið beitt. 

Arnþrúður Þórarinsdóttir er saksóknari í málinu.
Arnþrúður Þór­ar­ins­dótt­ir er sak­sókn­ari í mál­inu. mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert