Alfreð ósakhæfur og hættulegur

Frá lögregluaðgerðum í Neskaupstað í ágúst í fyrra.
Frá lögregluaðgerðum í Neskaupstað í ágúst í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Geðlækn­ir sem gerði mat á Al­freð Erl­ingi Þórðar­syni, sem ákærður er fyr­ir að hafa orðið hjón­um að bana í Nes­kaupstað í ág­úst í fyrra, tel­ur Al­freð ekki sak­hæf­an. Hann seg­ir Al­freð vera hættu­leg­an og þurfa margra ára meðferð á rétt­ar­geðdeild.

Þetta kom fram í máli Krist­ins Tóm­as­son­ar geðlækn­is við aðalmeðferð í máli Al­freðs í dag.

Krist­inn hitti Al­freð þegar hann sætti gæslu­v­arðhaldi á Hólms­heiði. Var það mat Krist­ins eft­ir stutt spjall að þar ætti Al­freð ekki heima, hann þyrfti að vera á sjúkra­deild.

„Það blasti við mér eft­ir skamma stund að hann þyrfti að vera á rétt­ar­geðdeild. Þó að hann hafi verið góður þarna og prúður við fanga­verði þá bað ég ganga­verði að gæta sín sér­stak­lega á hon­um. Hann gæti verið óút­reikn­an­leg­ur vegna veik­inda sinna og ástands,“ sagði Krist­inn fyr­ir dómi í dag.

Hann sagði það mik­il­vægt fyr­ir ör­yggi fanga­varða og ör­yggi Al­freðs að tryggja að hann yrði vistaður á rétt­ar­geðdeild.

Mjög trufl­andi hugs­an­ir

Spurður hvernig hann hafi kom­ist að þess­ari niður­stöðu sagði Krist­inn að Al­freð væri fast­ur í rang­hug­mynda­kerf­inu og að hann lýsti óbil­gjörn­um, trufl­andi hugs­un­um. Sagði hann Al­freð lýsa því hvernig fólk væri að deyja. Hann sagði all­ar lýs­ing­ar Al­freðs á rang­hug­mynda­heimi sín­um mjög trufl­andi.

Al­freð þyrfti á mjög sér­hæfðri meðferð og umönn­un að halda. Hann gæti stofnað sér og öðrum í hættu.

„Ég upp­lifði að hann væri hættu­leg­ur. Þess vegna taldi ég það vera for­gang að hann færi inn á rétt­ar­geðdeild til að tryggja ör­yggi hans, fanga­varða og annarra,“ sagði Krist­inn.

Krist­inn hitti Al­freð aft­ur þegar hann var kom­inn inn á rétt­ar­geðdeild­ina og seg­ir hann hafa verið mun sam­vinnuþýðari þegar inn á deild var komið.

Gat lýst aðdrag­anda og eft­ir­mál­um

Hann seg­ir Al­freð vel gef­inn og greind­an. Al­mennt væri mjög skemmti­legt að ræða við hann, þótt gríðarlega mik­il hugs­ana­villa og rang­hug­mynd­ir væru til staðar.

Krist­inn ræddi við hann um aðdrag­anda þess að hann kom á heim­ili þeirra Björg­vins Ólafs Sveins­son­ar og Rósu G. Bene­dikts­dótt­ur í Nes­kaupstað kvöldið 21. ág­úst. Hann ræddi líka við hann um at­b­urðarás­ina eft­ir að Al­freð yf­ir­gaf heim­ili þeirra. Hins veg­ar vildi Al­freð ekki ræða um hvað átti sér stað á heim­il­inu og sagðist Krist­inn ekki geta áttað sig á hvaða raun­veru­legi verknaður fór fram þar inn­an­dyra. Al­freð kann­ist við að hafa orðið þeim að ald­ur­tila.

„Það er mjög skrítið að hann geti ekki lýst þessu sem gerðist,“ sagði Krist­inn.

Þá skal það tekið fram að Al­freð lýsti ákveðinni at­b­urðarás sem á að hafa átt sér stað inni á heim­il­inu. Arnþrúður Þór­ar­ins­dótt­ir sak­sókn­ari ít­rekaði þó að sú at­b­urðarás, og Krist­inn var sam­mála, kæmi ekki heim og sam­an við önn­ur gögn í mál­inu.

Björg­vin og Rósa fund­ust lát­in í blóði sínu á baðher­berg­is­gólf­inu. Er ljóst að þeim var ráðinn bani og er lík­legt að ham­ar hafi verið notaður í verkið. Ham­ar fannst í bíl þeirra hjóna, sem Al­freð var hand­tek­inn á í Reykja­vík 22. ág­úst.

Heltek­inn af mik­il­vægi þess að kveikja í kross­in­um

Krist­inn sagði Al­freð vel geta lýst því að hann hafi tekið bíl þeirra hjóna og í hvaða er­inda­gjörðum hann var er hann hélt til Reykja­vík­ur. Hann var á leið að Hall­gríms­kirkju til að kveikja í krossi fyr­ir utan kirkj­una. Seg­ir Krist­inn hann al­ger­lega hafa verið heltek­inn af mik­il­vægi þess að kveikja í kross­in­um.

Hann seg­ir Al­freð hafa sagt heil­mikið og notað mörg orð en ekki getað gefið ná­kvæma verk­lýs­ingu eða komið með skyn­sam­lega til­lögu að því sem gæti hafa gerst.

Krist­inn tel­ur að Al­freð hafi verið al­var­lega veik­ur í að minnsta kosti sex ár. Hann sé al­var­lega veik­ur af geðrofs­sjúk­dómi. Það sé mjög skýrt í hans huga að Al­freð sé al­var­lega veik­ur.

Veit ekki að hann er veik­ur

Þá sagði hann Al­freð eng­an veg­inn átta sig á því að hann sé veik­ur og tel­ur hann al­farið óbær­an um að stjórna sín­um gjörðum. Sagði hann Al­freð alls ekki líta á sig sem sjúk­ling í nokkr­um skiln­ingi og ekki telja sig vera veik­an.

Ljóst sé að veik­ind­in séu al­var­leg og lang­vinn því rang­hug­mynda­heim­ur­inn sé mjög inn­gró­inn.

Hann sagði hann ekki vinn­andi veg að reyna að koma Al­freð í skiln­ing um að hug­ar­heim­ur hans sé rang­hug­mynda­heim­ur. Krist­inn hafi reynt að koma hon­um í skiln­ing um að hug­mynd­ir hans séu ekki eðli­leg­ar eða rétt­ar, en engu tauti væri fyr­ir hann komið.

„Það var ekki smuga um að koma hon­um í skiln­ing um að þetta væri í besta falli sér­kenni­legt eða ekki eðli­legt,“ sagði Krist­inn.

Krist­inn seg­ir Al­freð alltaf hafa verið mjög ró­leg­an þegar hann lýsti því sem hann gerði og sá. Það sé held­ur óvana­legt.

Tel­ur að hann muni hverfa

Þá ræddi Krist­inn við hann um af­leiðing­ar af því ef það verður sannað á hann að hann hafi orðið hjón­un­um að bana. Al­freð gaf skrít­in svör við því að sögn Krist­ins.

„Hann svaraði því til að ef hann verður ekki lát­inn hverfa úr fanga­klef­an­um verður hann sýknaður eða dæmd­ur,“ sagði Krist­inn. Hann bætti því við að Al­freð hafi verið tíðrætt um að hann muni hverfa, bara eins og dögg fyr­ir sólu.

Að mati Krist­ins teng­ist þessi trú hans ein­hverj­um rang­hug­mynda­heimi. Þá var hon­um einnig tíðrætt um að það myndi vekja heims­at­hygli þegar hann væri lát­inn.

Verj­andi Al­freðs, Unn­steinn Örn Elvars­son, spurði Krist­in frek­ar út í þess­ar hug­mynd­ir hans því hann hafi ít­rekað tjáð sér að hann muni hverfa.

„Það er mjög skýrt í hans huga að hann muni hverfa – þetta er ein­hver at­b­urður í hans huga,“ sagði Krist­inn.

Get­ur gert plön og fylgt þeim

Spurður út í það hvort fræðileg­ur mögu­leiki sé að Al­freð hafi haft ein­hvern ásetn­ing um að myrða Björg­vin og Rósu sagði Krist­inn að ljóst sé að Al­freð geti gert plön. Ferðin frá Nes­kaupstað til Reykja­vík­ur sýni að ekki sé hægt að úti­loka að Al­freð hafi haft ásetn­ing um að myrða hjón­in.

Hann treysti sér þó ekki til þess að meta hvort skýr ásetn­ing­ur hafi verið hjá hon­um að myrða hjón­in, enda hafi Al­freð ekki kann­ast við það í sam­tali við hann að hafa orðið þeim að ald­ur­tila.

Hann sagði það at­hygl­is­vert að í rang­hug­mynda­heimi Al­freðs, þar sem Al­freð upp­lif­ir að Guð og djöf­ull­inn stýri hon­um, virðist ekki vera neitt „masterpl­an“ eins og oft er hjá sjúk­ling­um með mikl­ar rang­hug­mynd­ir.

Krist­inn sagði Al­freð vita að það sé rangt að deyða og meiða. Hins veg­ar telji Al­freð sig vera verk­færi annarra afla.

Örlar ekki á sak­hæfi

Krist­inn tel­ur það al­veg skýrt að Al­freð sé ósakhæf­ur. Hann hafi séð það strax.

„Það örlaði ekki á því að hann væri sak­hæf­ur,“ sagði Krist­inn. Þá lýsti hann því hvernig aldrei hafi bráð að Al­freð, hann hafi aldrei dottið út úr rang­hug­mynda­heimi sín­um. Hann trúi sín­um rang­hug­mynd­um al­gjör­lega og að Guð og djöf­ull­inn stýri hans gjörðum.

Tóm­as Zoëga, sem sit­ur í fjöl­skipuðum dómn­um ásamt Há­koni Þor­steins­syni dóms­for­manni og Barböru Björns­dótt­ur dóm­ara, spurði Krist­in bet­ur út í veik­indi Al­freðs.

Krist­inn út­skýrði að hann telji lík­legt af sjúkra­skrám og gögn­um Al­freðs að hann hafi veikst al­var­lega um fer­tugt. Það sé frek­ar seint á æv­inni miðað við geðrofs­sjúk­dóma.

Það sé oft ein­kenni hjá þeim sem veikj­ast and­lega þegar þeir eru eldri að þeir haldi sín­um per­sónu­ein­kenn­um bet­ur held­ur en þeir sem veikj­ast fyrr á æv­inni.

Þannig geti Al­freð komið vel fyr­ir í fyrstu og geti falið veik­indi sín bet­ur fyr­ir fólki.

Þá sagði Krist­inn að fram kæmi í sjúkra­sögu Al­freðs að hann hafi aldrei fengið lang­tíma lyfjameðferð við sín­um geðræna vanda. Þá hafi hann aldrei fengið nægi­lega góða eft­ir­fylgd þegar hann út­skrifaðist af geðdeild.

Var hægt að koma í veg fyr­ir þetta?

Und­ir lok skýrslu­tök­unn­ar var Krist­inn spurður að því hvort það hefði verið hægt að sjá fyr­ir að Al­freð myndi fremja þetta voðaverk.

Krist­inn sagði þetta vera vonda spurn­ingu og óþægi­legt að svara.

Hann sagði að þau sem vinni við geðlækn­ing­ar vildu auðvitað að þau hefðu getað meðhöndlað hann áður en þetta gerðist. „En ná­kvæm­lega svona óhæfu­verk – það hefði eng­inn getað séð fyr­ir,“ sagði Krist­inn.

En miðað við önn­ur gögn, aðra al­var­lega at­b­urði í sögu Al­freðs, séu vís­bend­ing­ar um að vo­veif­leg­ir at­b­urðir gætu gerst í ná­inni framtíð. „Maður hefði viljað getað komið í veg fyr­ir það með meðferð,“ sagði Krist­inn.

Þá spurði verj­andi Al­freðs hvort eðli­legt hefði verið, í byrj­un ág­úst á síðasta ári, að út­skrifa Al­freð af geðdeild. Í gögn­um máls­ins komi fram að hann hafi verið upp­full­ur af rang­hug­mynd­um og neitað lyfja­gjöf.

Krist­inn sagðist hvorki vilja svara þess­ari spurn­ingu ját­andi né neit­andi. Það væri auðvelt að svara spurn­ing­unni með sleggju­dómi, að auðvitað hefði ekki átt að sleppa hon­um laus­um þarna, en það væri efti­r­á­skýr­ing. Mögu­lega hefði verið hægt að skoða gögn­in ít­ar­lega og kom­ast að þeirri niður­stöðu að ekki væri hægt að svara spurn­ing­unni með ein­föld­um hætti.

Spurður að því hvernig meðferð hann teldi að Al­freð þyrfti sagði Krist­inn brýnt að Al­freð fengi lang­tímameðferð á rétt­ar­geðdeild. Miðað við hversu lengi Al­freð hafi verið veik­ur yrði meðferðar­tím­inn mæld­ur í árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert