Beint: Menntadagur atvinnulífsins

Menntadagur atvinnulífsins fer fram í dag kl. 09:00 á Hilton Nordica undir yfirskriftinni Störf á tímamótum. Menntadagurinn er sameiginlegt verkefni SA og allra aðildarsamtaka þar sem fræðslu- og menntamál atvinnulífsins eru í forgrunni.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan.

Meðal dagskrárliða er erindi Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, fögnuður 25 ára afmæli starfsmenntasjóðanna, umræður um stöðu menntunar við forseta Íslands og loks afhending menntaverðlauna atvinnulífsins. Eftir formlega athöfn stendur fólki til boða að taka þátt í tveimur lotum af áhugaverðum málstofum og kynna sér árangur fjölbreyttra fyrirtækja í fræðslu- og menntamálum á sérstöku menntatorgi dagsins, að því er fram kemur í tilkynningu.  

Athugið að málstofum er ekki streymt.

Nánar um dagskrána. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert