Blóð þvegið af hamrinum

Frá upphafi aðalmeðferðar í gær. Saksóknari í málinu er Arnþrúður …
Frá upphafi aðalmeðferðar í gær. Saksóknari í málinu er Arnþrúður Þórarinsdóttir. mbl.is/Karítas

Líf­sýni úr Al­freð Erl­ingi Þórðar­syni, sem ákærður er fyr­ir að hafa orðið hjón­um að bana í Nes­kaupstað í ág­úst í fyrra, fund­ust á hinum látnu og á vett­vangi. Þá fund­ust líf­sýni úr hjón­un­um á föt­um Al­freðs sem og hamr­in­um sem fannst í fór­um hans við hand­töku. 

Al­freð er grunaður um að hafa orðið Björg­vini Ólafi Sveins­syni og Rósu G. Bene­dikts­dótt­ur að bana með of­beld­is­full­um hætti að kvöldi 21. ág­úst á síðasta ári. Er hann grunaður um að hafa beitt hamri til verks­ins. 

Í skýrslu blóðferla­fræðings sem rann­sakaði vett­vang­inn í Nes­kaupstað kom fram að ham­ar­inn sem fannst í bíl hjón­anna, sem Al­freð keyrði til Reykja­vík­ur, hafði verið þveg­inn á ein­hverj­um tíma­punkti. Þó fannst enn blóð á hon­um við nán­ari rann­sókn. 

Aðalmeðferð máls­ins gegn Al­freð hófst í gær og lýk­ur með munn­leg­um mál­flutn­ingi sækj­anda, verj­anda og rétt­ar­gæslu­manns á morg­un. 

Klauf­hamri beitt gegn þeim

Auk blóðferla­fræðings­ins gáfu rétt­ar­meina­fræðing­ar skýrslu fyr­ir dómi í dag.

Pét­ur Guðmann Guðmanns­son og Andri Trausta­son eru báðir rétt­ar­meina­fræðing­ar. Pét­ur kom á vett­vang í Nes­kaupstað og fram­kvæmdi krufn­ingu á Björg­vini og Rósu. Andri var viðstadd­ur krufn­ing­una og gerðu þeir grein­ar­gerðina sam­an. 

Gerðu þeir grein fyr­ir helstu áverk­um og lík­leg­um dánar­or­sök­um hjón­anna hvor í sínu lagi fyr­ir dómi í dag. 

Í máli þeirra kom fram að lík bæði Björg­vins og Rósu hafi verið mjög illa far­in. Þeim hafi verið veitt ít­rekuð höfuðhögg með áhaldi og passa áverk­arn­ir við að klauf­hamri hafi verið beitt gegn þeim. Áverk­arn­ir voru mest­ir á höfði beggja. 

Dánar­or­sök þeirra beggja eru al­var­leg­ir höfuðáverk­ar. 

Bæði voru þau með áverka á hönd­um sem sam­ræm­ast varn­aráverk­um, eins og fólk fær þegar það ber fyr­ir sig hend­urn­ar. 

Þá sögðu þeir að erfitt væri að meta hversu mörg högg þau hafi fengið því áverk­arn­ir væru svo mikl­ir. Nefndi Andri að Rósa hafi hlotið að minnsta kosti fimmtán högg í höfuðið með áhald­inu. 

Hvernig áverk­arn­ir komu til sagði Pét­ur Guðmann skýrt að þetta væri mann­dráp, hann gæti sagt það með eins mik­illi full­vissu og rétt­ar­meina­fræðing­ar geta leyft sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert