Dularfullt skjáskot í síma látnu

Frá upphafi aðalmeðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær.
Frá upphafi aðalmeðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. mbl.is/Karítas

Skjá­skot var tekið á síma Rósu G. Bene­dikts­dótt­ur, sem fannst lát­in ásamt eig­in­manni sín­um Björg­vini Ólafi Sveins­syni á heim­ili sínu í ág­úst á síðasta ári, tveim­ur mín­út­um eft­ir að lög­regl­an tel­ur að grunaður banamaður þeirra hafi yf­ir­gefið vett­vang­inn. 

Litl­ar skýr­ing­ar eru á því hvernig skjá­skotið er komið til, en á skjá­mynd­inni má skjá stik­una til þess að hækka og lækka hljóð í sím­an­um, og var glugg­inn til að velja síma­núm­er til að hringja í op­inn. 

Þetta kom fram við skýrslu­töku í aðalmeðferð í máli gegn Al­freð Erl­ing Þórðar­syni sem ákærður er fyr­ir að hafa orðið hjón­un­um að bana.

Pass­ar við tíma­setn­ing­ar úr eft­ir­lits­mynda­vél­um

Skýrsl­una veitti rann­sókn­ar­lög­reglumaður hjá lög­regl­unni á Aust­ur­landi, en hann stýrði rann­sókn­inni. 

Hann seg­ir tíma­setn­ing­una koma heim og sam­an við tíma­setn­ing­ar úr eft­ir­lits­mynda­vél­um sem notaðar voru til þess að rekja ferðir Al­freðs eft­ir að hann er tal­inn hafa yf­ir­gefið heim­ili hjón­anna í Nes­kaupstað 21. ág­úst á síðasta ári. 

Hjón­in fund­ust dag­inn eft­ir, 22. ág­úst, en Al­freð var hand­tek­inn á bíl hjón­anna á Snorra­braut í Reykja­vík. Við aðalmeðferð máls­ins hef­ur þegar komið fram að Al­freð var hald­inn al­var­leg­um rang­hug­mynd­um þegar hann var hand­tek­inn og talaði mikið um Guð, djöf­ul­inn og Jesú Krist.

Rann­sókn­ar­lög­reglumaður­inn sagði að miðað við hvernig síma Rósa átti, og hvernig skjá­skot var tekið á sím­an­um, sé mögu­legt að tveir hafi tek­ist á um sím­ann þegar skjá­skotið var tekið. En eins og fram hef­ur komið er ekki hægt að skýra að fullu hvernig skjá­skotið kom til.

Gaf ná­kvæma lýs­ingu á vett­vangi og ástandi hjón­anna

Téður rann­sókn­ar­lög­reglumaður tók skýrsl­ur af Al­freð eft­ir að hann var hand­tek­inn. Hann seg­ir Al­freð hafa verið mjög ró­leg­an og yf­ir­vegaðan þegar lög­regl­an ræddi við hann. Þó hafi hann verið hald­inn ákveðnum rang­hug­mynd­um.

Gat hann lýst vett­vangi á heim­ili hjón­anna ná­kvæm­lega og í hvaða stöðu þau lágu þegar hann yf­ir­gaf hús þeirra. Kvaðst hann þó ekki hafa orðið þeim að bana.

Seg­ir hann að Al­freð hafi ekki sýnt til­finn­inga­leg viðbrögð við and­láti hjón­anna við skýrslu­tök­una.

Rann­sókn­ar­lög­reglumaður­inn sagði að við skýrslu­tök­una hafi Al­freð verið tíðrætt um Guð og djöf­ul­inn. Um ferðina til Reykja­vík­ur sagði hann að hann væri á leið að Hall­gríms­kirkju til að kveikja í krossi fyr­ir utan hana. Sagði hann Al­freð hafa talað um að það væri til að minn­ast þeirra, eða eitt­hvað í þá átt­ina.

Rann­sókn­in leiddi í ljós að Al­freð stoppaði á Sel­fossi til að kaupa bens­ín­brúsa og bens­ín. Þá stoppaði hann einnig á Olís í Norðlinga­holti til að kaupa dísi­lol­íu, sem hann dældi ofan í bens­ínið. Má leiða að því lík­um að hann hafi ætlað að nota það til að kveikja í krossi fyr­ir utan kirkj­una.

Al­mennt ró­leg­ur og yf­ir­vegaður

Seg­ir rann­sókn­ar­lög­reglumaður­inn að Al­freð hafi vel getað gert grein fyr­ir ferðum sín­um og passa lýs­ing­ar hans við rann­sókn lög­reglu sem byggði meðal ann­ars á gögn­um úr eft­ir­lits­mynda­vél­um í vega­sjopp­um.

Við skýrslu­töku er Al­freð sagður hafa verið al­mennt ró­leg­ur nema þegar einn aðstand­andi hjón­anna var nefnd­ur á nafn, og eitt at­vik tengt hon­um. Það er nafn son­ar Björg­vins og Rósu og kyn­ferðis­brot sem bæði son­ur­inn og Al­freð voru sakaðir um að vera gerend­ur að.

Þegar nafn son­ar­ins barst í tal seg­ir lög­reglumaður­inn að Al­freð hafi skipt skapi og verið reiður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert