Ríkið fær stuðning ríflega til baka

Tökur hafa farið fram víða með tilheyrandi áhrifum.
Tökur hafa farið fram víða með tilheyrandi áhrifum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Skattalegt framlag kvikmyndagerðar á Íslandi var árið 2023 7,4 milljarðar króna með virðisaukaskatti en styrkir til kvikmyndagerðar og kvikmyndanáms það ár námu samtals 4,7 milljörðum.

Þannig greiddi greinin 1,6 sinnum meira í beina skatta en hún þáði í fjárfestingu og styrki frá hinu opinbera. Þetta kemur fram í úttekt ráðgjafar­fyrir­tækisins Reykjavík Economics á skattaáhrifum kvikmyndagerðar á Íslandi fyrir Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda.

Árið 2008 var velta í framleiðsluhluta greinarinnar um 4,5 milljarðar króna en í fyrra er áætlað að veltan hafi verið um 35 milljarðar. Nærri lætur að þetta sé um 700% veltuaukning. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert