Telur að Alfreð hafi verið í geðrofi

Saksóknari í málinu og réttargæslumaður kröfuhafa.
Saksóknari í málinu og réttargæslumaður kröfuhafa. mbl.is/Karítas

Geðlækn­ir á Land­spít­ala met­ur það svo að Al­freð Erl­ing Þórðar­son hafi verið í geðrofi þegar hann ræddi við hann í kjöl­far hand­töku. Þá hafi hann verið full­ur af rang­hug­mynd­um og varla heil brú í því sem hann sagði.

Guðrún Dóra Bjarna­dótt­ir á geðdeild Land­spít­ala gaf skýrslu við aðalmeðferð í máli gegn Al­freð í dag. Hann er ákærður fyr­ir að hafa orðið hjón­um að bana í Nes­kaupstað 21. ág­úst í fyrra.

Al­freð tók bíl hjón­anna í Nes­kaupstað og keyrði til Reykja­vík­ur á hon­um, hvar hann var hand­tek­inn. Að kvöldi 22. ág­úst ræddi Guðrún Dóra við hann.

Við skýrslu­töku í dag sagði hún að erfitt væri að tala við hann. Hann væri greini­lega með mikl­ar rang­hug­mynd­ir og hafi rætt um guð, Jesú, djöfla og vís­inda­menn. Hún sagði það hafa verið erfitt fyr­ir hann að tjá sig í heil­um setn­ing­um.

Glotti og hló

Sagði hún Al­freð hafa verið skít­ug­an og síglott­andi. Hann hafði brosað á óviðeig­andi stöðum í sam­tal­inu og þegar ekki var til­efni til. Hún sagði hann hafa verið óviðeig­andi í kontakti. Spurð nán­ar út í af hverju hún telji að Al­freð hafi glott sagði Guðrún að hún hafi túlkað það svo að það væri tengt hans innri hug­ar­heimi, hann hafi glott yfir ein­hverju sem hafi verið í gangi í höfðinu á hon­um.

Al­freð svaraði illa spurn­ing­um henn­ar og gaf lítið upp þegar hann var spurður út í þann verknað sem hann er sakaður um að hafa fram­kvæmt. Hann hafi hins veg­ar gefið ým­is­legt í skyn þó að hann hafi ekki kann­ast við að hafa myrt þau.

Hún sagði hann ekki hafa verið sýni­lega lyfjaðan, hvorki á örv­andi né sljóvg­andi lyfj­um.

Er það henn­ar mat að hann hafi verið í geðrofi og hugs­anatruflaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert