„Þetta var af mannavöldum“

Frá lögregluaðgerðum í Neskaupstað í ágúst á síðasta ári.
Frá lögregluaðgerðum í Neskaupstað í ágúst á síðasta ári. Ljósmynd/Aðsend

Sér­fræðing­ur á tækni­deild lög­regl­unn­ar seg­ir það strax hafa verið ljóst að and­lát Björg­vins Ólafs Sveins­son­ar og Rósu G. Bene­dikts­dótt­ur hafi verið af manna­völd­um.

Sér­fræðing­ur­inn gaf skýrslu við aðalmeðferð í máli Al­freðs Erl­ings Þórðar­son­ar sem ákærður er fyr­ir að hafa orðið hjón­un­um að bana með því að veit­ast að þeim með hamri 21. ág­úst á síðasta ári.

Rétt er að vara les­end­ur við lýs­ing­um hér að neðan.

Sér­fræðing­ur­inn sá um að greina blóðferla á vett­vangi og þannig greina að ein­hverju leyti hvað hafi átt sér stað er hjón­un­um var ráðinn bani.

Lýsti hann því hvernig dreif­ing blóðsins um íbúð hjón­anna hafi strax sagt ákveðna sögu. Ljóst hafi verið af slett­um og för­um í for­stofu og á gangi að Björg­vin hafi verið stand­andi þegar hon­um hafi verið veitt ít­rekuð högg. Átök­in hafi svo leitt inn á baðher­bergi. Björg­vin hafi legið í gólf­inu þegar hon­um voru veitt bana­högg­in.

Blóðslett­ur í loft­inu

Björg­vin og Rósa fund­ust bæði lát­in á baðher­berg­inu í íbúðinni. Tel­ur sér­fræðing­ur­inn að Björg­vini hafi verið ráðinn bani á und­an Rósu og að hinn ákærði í mál­inu hafi þvingað lík­ama hans í óeðli­lega stöðu inni á baðher­berg­inu.

Þegar hann hafi verið bú­inn að ráða Björg­vini bana með ít­rekuðum höfuðhögg­um með klauf­hamri hafi hann ráðist að Rósu. Hann hafi veist að henni inni á baðher­bergi og slegið hana ít­rekað í höfuðið með hamr­in­um. Rósa hafi verið liggj­andi þegar hann sló hana ít­rekað með hamr­in­um.

Hann lýsti því hvernig mjög mikið blóð hafi verið upp með veggj­un­um og að blóðslett­ur hafi sést í loft­inu. Um áverka Rósu sagði hann:

„Þar sem augað átti að vera var bara gat, eins aug­ljóst og verið gat að þetta var ekki slys, þetta var af manna­völd­um.“

Hann bætti við að af vett­vang­in­um að dæma hafi verið ljóst að þeim hafi verið ráðinn bani með of­beld­is­full­um hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert