Uppbygging íbúða komin í óefni

Svanur Karl Grjetarsson, forstjóri byggingafélagsins MótX, við Hringhamar í Hafnarfirði.
Svanur Karl Grjetarsson, forstjóri byggingafélagsins MótX, við Hringhamar í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Svanur Karl Grjetarsson, forstjóri byggingafélagsins MótX, segir komið í óefni í uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu vegna lóðaskorts og ofuráherslu á þéttingu byggðar.

Tilefnið er meðal annars umfjöllun Morgunblaðsins síðastliðinn föstudag og laugardag um lóðaskort og aukna gjaldtöku af nýjum íbúðum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, ræddi nýja könnun meðal félagsmanna, en meirihluti aðspurðra taldi lóðaskort hamla uppbyggingu.

Að sögn Sigurðar áætla Samtök iðnaðarins að hækkun gatnagerðargjalda í Reykjavík muni auka kostnað við 85 fermetra íbúð um eina og hálfa milljón. Þá sagði Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, aukna gjaldtöku af nýjum íbúðum ekki hafa skilað betri innviðum. Engar lóðir væru nú í boði á eðlilegu verði á höfuðborgarsvæðinu heldur væru nær eingöngu í boði lóðir á uppsprengdu verði. Helgi S. Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Heima (áður Regins), tók undir með Þorvaldi að aukin gjaldtaka hefði ekki skilað betri innviðum.

Lítið framboð á lóðum

Svanur Karl tekur í sama streng.

„Lóðaframboð og verð á lóðum hjá sveitarfélögum hafa verið hitamál undanfarin ár. Staðan er sú að framboð lóða er lítið, verð þeirra hátt og skilmálar oft ósveigjanlegir. Þetta hefur leitt til þess að þéttingarstefnan – sem átti að stuðla að hagkvæmari, sjálfbærari og umhverfisvænni uppbyggingu – virðist komin í algjört öngstræti,“ segir Svanur Karl og rökstyður mál sitt.

„Sveitarfélög, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hafa síðustu árin haldið fast um lóðir og boðið þær út í skömmtum. Þetta hefur gert það að verkum að framboð nær aldrei að mæta eftirspurn. Þegar lóðir eru loks boðnar út er verð þeirra oft mjög hátt, sem veldur því að byggingarkostnaður rýkur upp ogskilar sér beint út í fasteignaverðið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert