Fordæmalaust voðaverk: Fer fram á 20 ára fangelsi

Frá lögregluaðgerðum í Neskaupstað í ágúst í fyrra.
Frá lögregluaðgerðum í Neskaupstað í ágúst í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Ákæru­valdið fer fram á að Al­freð Erl­ing Þórðar­son verði sak­felld­ur fyr­ir tvö­falt mann­dráp af  ásetn­ingi og verði gert að sæta fang­elsis­vist að minnsta kosti í 20 ár, jafn­vel ævi­langt.

Til vara er krafa ákæru­valds­ins að Al­freð verði vistaður á rétt­ar­geðdeild. Hvatti sækj­andi dóm­ara til að líta frek­ar til vara­kröfu ákæru­valds­ins í ljósi þess sem fram hef­ur komið um al­var­leg geðræn veik­indi Al­freðs.

Þetta kom fram í máli Arnþrúðar Þór­ar­ins­dótt­ur sak­sókn­ara fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. Aðalmeðferð máls­ins lauk í dag með munn­leg­um mál­flutn­ingi sækj­anda, verj­anda og rétt­ar­gæslu­manns. 

Al­freð er ákærður fyr­ir að hafa orðið hjón­un­um Björg­vini Ólafi Sveins­syni og Rósu G. Bene­dikts­dótt­ur að bana á heim­ili þeirra með hrotta­leg­um hætti 21. ág­úst á síðasta ári.

Halda aðal­kröfu til streitu vegna al­var­leika

Arnþrúður var ómyrk í máli þegar hún flutti málið fyr­ir héraðsdómi og benti á að ekki sé að finna dóma­for­dæmi hér á Íslandi þar sem tvær mann­eskj­ur eru tekn­ar af lífi með jafn hrotta­leg­um hætti. Ekki sé því for­dæmi fyr­ir jafn al­var­leg­um brot­um hér á landi.

Hún sagði ákæru­valdið halda aðal­kröfu sinni til streitu ein­fald­lega vegna al­var­leika máls­ins og vegna þess hve hrotta­leg­ur verknaður­inn sem ákærði er sakaður um að hafa framið var. Fer ákæru­valdið því fram á að litið verði til heim­ild­ar um að þyngja dóm­inn og fer fram á að Al­freð verði að minnsta kosti dæmd­ur í 20 ára fang­elsi og jafn­vel verði skoðað að dæma hann í ævi­langt fang­elsi.

Dóms­ins að meta sak­hæfi

Arnþrúður tók fram að ljóst væri að það væri dóms­ins að meta sak­hæfi Al­freðs en erfitt væri að líta fram hjá geðræn­um veiknd­um Al­freðs. Margt væri í gögn­um máls­ins sem benti til þess að Al­freð væri ósakhæf­ur eins og kom fram í máli Krist­ins Tóm­as­son­ar geðlækn­is í gær.

Vísaði hún til þess að Krist­inn telji Al­freð hafa verið ósakhæf­an á verknaðar­stundu og ófær­an um að stjórna gjörðum sín­um. Hafi hann orðað það þannig að aldrei hafi örlað á sak­hæfi hjá Al­freð.

Þá hafi það verið mat Guðrún­ar Dóru Bjarna­dótt­ur geðlækn­is á Land­spít­ala, sem ræddi við Al­freð kvöldið sem hann var hand­tek­inn, að hann hafi verið í geðrofi og með mikl­ar hugs­anatrufl­an­ir.

Al­freð sé veik­ur maður

Því hvatti Arnþrúður dóm­inn til að líta til vara­kröfu ákæru­valds­ins og vista Al­freð á rétt­ar­geðdeild. All­ir sem komið hefðu að mál­inu sæju greini­lega að Al­freð væri veik­ur maður. 

Þar að auki væri hann líka hættu­leg­ur sam­fé­lag­inu, muni hann ganga laus. Und­ir lok mál­flutn­ings síns sagði Arnþrúður að tvö manns­líf væru dýrt gjald, og að hún gerði sér ef­laust sjálf ekki grein fyr­ir því hversu dýrt gjaldið væri fyr­ir aðstand­end­ur látnu. 

„Það verður að draga lær­dóm af þessu og hlúa bet­ur að geðheil­brigðismál­um í land­inu. Þetta er eitt­hvað sem má ekki end­ur­taka sig,“ sagði Arnþrúður að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert