Geðheilbrigðiskerfið hafi brugðist Alfreð

Unnsteinn Örn Elvarsson er verjandi Alfreðs Erlings Þórðarsonar.
Unnsteinn Örn Elvarsson er verjandi Alfreðs Erlings Þórðarsonar. mbl.is/Karítas

Unn­steinn Örn Elvars­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður og verj­andi Al­freðs Erl­ings Þórðar­son­ar seg­ir ljóst að geðheil­brigðis­kerfið hafi brugðist Al­freð illi­lega. 

Verj­andi fer fram á að Al­freð verði sýknaður en til vara að verði hann sak­felld­ur verði hon­um ekki gerð refs­ing. Ef hon­um verði gerði refs­ing verði það lægsta mögu­lega refs­ing. 

Þetta kom fram við munn­leg­an mál­flutn­ing í lok aðalmeðferðar máls­ins gegn Al­freð. Al­freð er ákærður fyr­ir að hafa orðið hjón­un­um Björg­vini Ólafi Sveins­syni og Rósu G. Bene­dikts­dótt­ur að bana með hrotta­fengn­um hætti á heim­ili þeirra í Nes­kaupstað í ág­úst í fyrra. 

Tel­ur verj­andi að sýkna eigi Al­freð á grund­velli þess að hann telj­ist ekki sak­hæf­ur. Dómskvadd­ur matsmaður, Krist­inn Tóm­as­son geðlækn­ir, sagði fyr­ir dómi í gær að hann teldi Al­freð ekki vera sak­hæf­an. Brýnt væri að hann yrði vistaður á rétt­ar­geðdeild og fengi sér­hæfða lang­tímameðferð. 

Ann­ar geðlækn­ir, Guðrún Dóra Bjarna­dótt­ir, taldi Al­freð hafa sýnt skýr merki um geðrof þegar hann var hand­tek­inn og með mikl­ar hugs­anatrufl­an­ir

Unn­steinn gerði al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við mál­flutn­ing sækj­anda í mál­inu og einnig rann­sókn lög­reglu. Þá gerði hann að um­tals­efni þau lang­vinnu geðrænu veik­indi sem Al­freð hef­ur glímt við und­an­far­in ár.

Hafnaði lyfjameðferð og út­skrifaðist að eig­in ósk

Eins og mbl.is og Aust­ur­frétt fjölluðu um í síðustu viku hafði Al­freð verið úr­sk­urðaður til nauðung­ar­vist­un­ar á geðdeild í tólf vik­ur sum­arið 2024. Sá úr­sk­urður var ekki fall­inn úr gildi þegar morðin áttu sér stað í Nes­kaupstað 21. ág­úst. 

Unn­steinn upp­lýsti um það í mál­flutn­ingi sín­um að Al­freð hefði verið út­skrifaður af geðdeild­inni 20. júní. Í skýrslu komi fram að hann hafi verið með mikl­ar rang­hug­mynd­ir á þeim tíma en neitað lyfjameðferð. Hann hafi sjálf­ur farið fram á að hann yrði út­skrifaður. Og þar með hafi hann verið út­skrifaður af geðdeild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert