Fimm flokkar hefja formlegar viðræður í borginni

Helga Þórðardóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, …
Helga Þórðardóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, og Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata. Ljósmynd/Aðsend

Fimm flokkar í borgarstjórn Reykjavíkur hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf á nýjum grunni.

„Markmið okkar er að setja velferð og lífskjör allra Reykvíkinga í forgrunn. Við ætlum að vanda vel til verka og munum upplýsa um gang mála eftir því sem vinnan þróast,“ segir í tilkynningu frá flokkunum.

Um er að ræða viðræður Samfylkingarinnar, VG, Pírata, Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins.

Á föstudag sprengdi Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins, meirihlutasamstarfið í borginni. Um var að ræða meirihluta Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Pírata. 

Undir tilkynninguna rita þær Helga Þórðardóttir, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert