Viðar jafnar sig í húsdýragarðinum eftir árekstur

Það var Guðmundur Fylkisson, forsvarsmaður verkefnisins Project Henrý, sem kom …
Það var Guðmundur Fylkisson, forsvarsmaður verkefnisins Project Henrý, sem kom með álftina í garðinn og þar hefur hún fengið tíma og aðstöðu til að jafna sig. Ljósmynd/Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Álft, sem lík­lega hef­ur flogið á þakkant eða loft­net í rok­inu fyrr í mánuðinum, dvel­ur nú í Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arðinum eft­ir að gert var að sár­um henn­ar.

Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arður­inn seg­ir svo frá á sam­fé­lags­miðlum.

Það var Guðmund­ur Fylk­is­son, for­svarsmaður verk­efn­is­ins Proj­ect Henrý, sem kom með álft­ina í garðinn og þar hef­ur hún fengið tíma og aðstöðu til að jafna sig. Proj­ect Henrý er sam­fé­lagsþjón­ustu­verk­efni sem snýr að því að hlúa að fugl­in­um á Lækn­um í Hafnar­f­irði.

Viðar er óðum að hressast og reiknar starfsfólk húsdýragarðsins með …
Viðar er óðum að hress­ast og reikn­ar starfs­fólk hús­dýrag­arðsins með því að hann fljúgi á brott af eig­in ramm­leik þegar hann treyst­ir sér til. Ljós­mynd/​Fjöl­skyldu- og hús­dýrag­arður­inn

Í færslu hús­dýrag­arðsins seg­ir að um sé að ræða karl­fugl og hafi hann hlotið gælu­nafnið Viðar. Bíður hann þess að verða nógu hress til að yf­ir­gefa garðinn en eins og seg­ir í færsl­unni ræður hann brott­far­ar­tíma sín­um sjálf­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert