„Í strætó? Ég hef ekki farið í strætó í 50 ár,“ sagði Matthías Jón Jónsson við spurningu ljósmyndara Morgunblaðsins er sá síðarnefndi spurði hvort hann væri að bíða eftir strætó.
Matthías var þá bara að hvíla sig eftir hjólatúr um Breiðholtið í gær en hann sagðist fara flestra sinna ferða á hjólinu. Veður til þess var gott í gær, enda hefur upphaf febrúarmánaðar verið með hlýjasta móti.